Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1953, Blaðsíða 16

Eimreiðin - 01.10.1953, Blaðsíða 16
252 VALTÝR Á GRÆNNI TREYJU EIMREIÐIN á Brekku í Fljótsdal, var fæddur 1751. Hér er því sennilega um missögn að ræða, og maðurinn hafi verið sendur með peninga fra sýslumanninum í fógetakassann á Suðurnesjum. Ef hann hefur verið drepinn til fjár, er varla önnur skýring fyrir hendi, og þa er hann að fara af stað, í stað þess að koma heim, eins og 1 sögunni greinir. En þá rekst maður á það, sem er næsta torskilið í þessu máli. Nú hafði sendimaður orðið laus við þessa peninga. og ekki getur Valtýr á grænni treyju skilað þeim aftur. Nú er hann grunaður um að hafa náð þeim af sendimanni og því einn manna vitað hvar þeir voru niður komnir, og svo er hann drepinn, án þess að peningarnir komi í ljós, og var þá hægt að gera ráð fyrir því, að þeir væru að eilífu týndir. Hlutu í slíkt mál að drag- ast fleiri eða færri af heimamönnum Valtýs og jafnvel frændur og vinir, og orðið hið umfangsmesta mál. Þetta virðist þurrka út meginatriði sögunnar eða þá að það vanti mikilsverða hluti til skýringar, því að svona rökfræði fær ekki staðizt, jafnvel á þess- um tíma. Hins vegar kemur það nú í ljós, að misgáningur verður hjá sagnaritara um það, hvar verknaður þessi skeði, og lætur hann það verða á milli bæjanna Vaðs í Skriðdal og Sauðhaga á Völlum, en alþýða geymdi örnefnið og það fram á þennan dag, þar sem maðurinn var drepinn, Símonarlágina fyrir sunnan túnið á Eyjólfs- stöðum, og alþýðuna verður að marka, og þá líka að marka um það, að þessi morðsatburður hafi skeð, hversu órökrænt sem sagt er frá tildrögum. Þá er það græna treyjan, sem á að vera svo einkennandi bún- ingur fyrir Valtý á Eyjólfsstöðum, að maður honum nákunnugur og granni hans nefni hann frekar Valtý á grænni treyju en t. d. Valtý á Eyjólfsstöðum, sem hann hlaut þó að skynja, að var hættulegt fyrir þennan granna sinn, þar sem um annan Valtý var að ræða. En hér mun hafa orðið einna mest rangfærsla eða misskilningur í sögusögninni. Það er til kvæði eftir Guðmund Filippusson, hreppstjóra í Húsey í Hróarstungu, sem var f. 1743, þar sem hann lætur grænu treyjurnar og rauðu kjólana eigast við: „Tak þig í akt, mín treyjan græna, trúðu ekki honum rauða kjól“. og ennfremur: ,,Þú mátt vel gá að þinni bæn, þegar fram fellur treyjan græn“. Er kvæðið auðsýnilega miðað á samskipti alþýð- unnar og valdsmanna, þar sem alþýðan er grænu treyjurnar, og mundi engum detta í hug, að slíkt hefði verið hægt að nota 1 skáldlegu líkingamáli, ef grænu treyjurnar hefðu verið einkennis- búningur fárra ríkra manna, sem þá líka voru á þessum tíma ákaflega fáir. Sést einmitt á þessu, að hér er um almennan bún-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.