Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1953, Qupperneq 48

Eimreiðin - 01.10.1953, Qupperneq 48
284 HfJN AMMA MÍN eimreiðin hjá Hermanníu, dóttur Björns á Selstöðum, en hún átti þá heima á Þórarinsstaðaeyrum. Hermannía var bókelsk stúlka, og var henni annt um bækur sinar, en ömmu voru þær vel- komnar að láni. Þó setti Hermannía það skilyrði, að aðeins eitt bindi í einu skyldi lánað, því skilað þegar að loknum lestri og þá fengið það næsta. Þetta gekk prýðilega, og á viku höfðum við amma mín lokið að lesa öll bindin. Var þann tíma óslitið lifað í ævintýraheimum Þúsund og einnar nætur, en í vikulokin voru öll bindin komin aftur í hendur eigandans. Eftir það elskaði ég Hermanníu, af því að hún átti Þúsund og eina nótt og hafði lofað mér að lesa þá dá- samlegu bók. En Hermannía fór til Ameríku, og hef ég aldrei neitt af henni frétt síðan. Amma mín var ein þeirra kvenna, sem aldrei lét sér verk úr hendi falla, jafnvel þótt hugur hennar fylgdi mér í stauti mínu og bókagrúski. Sjálf las hún og sagði sögur, þó að hún væri við handavinnu sína, og prjónarnir tifuðu títt og ótt, eins og undirleikur ljúfra sagna um huldar vættir í hól- um og klettum, útilegumenn á öræfum uppi eða vofur og svipi, drauma og dísatöfra þá, sem fylla allan vorn mikla íslenzka ævintýra- og þjóðsagnaheim lífi og litum. Amma min lifði í þessum heimi og sótti til hans styrk í erfiði hvers- dagslífsins og fábreytni. Hún kunni þá list, að falda fátækleg híbýli sín glittjöldum ævintýrsins, svo að aldrei þreyttist ég á að gista þær himinfögru hallir. Amma gekk að erfiðisvinnu úti við á sumrum, þegar hún kom því við frá húsmóðurstörfunum inni við. Hún vann að heyskap, hirðingu og öðrum algengum útistörfum. Stundum fékk ég að vera með henni við þessi störf. Man ég, að til svarðarvinnslu fór ég með henni fram á svonefnd Börð og þótti viðburður mikill. Svörðurinn var breiddur til þerris, eftir að búið var að stinga hann upp úr gröfunum og aka honum út á mela. En þegar hann var þurr orðinn, var hon- um hlaðið í hrauka, sem síðan voru að haustinu sameinaðir í eina svarðartóft og reft yfir með torfi. f tóftina var hann síðan sóttur, eftir því sem þörf krafði að vetrinum, oftast borinn á baki heim, og stundum fluttur á sleða, ef hjarn var á og sleðafæri gott. Við amma mín áttum margar góðar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.