Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1953, Page 80

Eimreiðin - 01.10.1953, Page 80
316 RITSJÁ EIMREIÐin Steingrímur Arason: ÉG MAN ÞÁ TlÐ. Endurminningar. Rvík 1953 (HlaSbúS). Bók þessi, sem er alls 190 bls., er ævisaga Steingríms kennara Arason- ar og bernskuminningar hans. Bókin er snoturlega útgefin, með nokkrum myndum, en ekki er hún laus við prentvillur. Nafnaskrá fylgir. Séra Jakob Kristinsson hefur sam- ið ævisögu Steingrims. Er hún hlý- leg, en hlutlaust skrifuð, furðu ýtar- leg, í ekki lengra máli. Víst allt tekið fram, sem máli skiptir, án mærðar og fagurgala. Séra Jakob er kunnur fyrir gáfur, lærdóm og fram- úrskarandi vandvirkni, má treysta því, að hann fer ætíð með rétt mál eftir beztu vitund. Var gott, að hann ritaði þetta æviágrip um hinn merka mann. Endurminningar Steingríms Arasonar ná aðeins yfir bernskuárin. Skiptast þær í tvo kafla, er nefnast „Bernskuminningar“ og „Séð með annarra augum“, og ná þær fyrri til 10 éra aldurs og lýsa fyrstu athug- unum hans á veröldinni. Er hún auð- vitað bundin við bernskuheimilið, nánustu ættmenni og fólk, er kom á bæinn, svo og atburði og aldarfar, eins og það geymdist í huga höfund- ar. Foreldrar Steingríms voru Ari Jónsson, bóndi á Þverá, og Rósa Bjarnadóttir, húsfreyja, bæði skáld- mælt og mikils metin hjón. Bjart er yfir frásögninni og frjáls- legt. Víða mjög vel sagt frá, enda ekki um viðvaning að ræða, þar seni höfundur er. Er margt athyglisvert í bókinni og lærdómsríkt. Steingrím- ur Arason hefur snemma tekið vel eftir því, er fram fór kring um hann. Hann hafði það, sem marga vantar, eldlegan áhuga fyrir því, er hann taldi miklu eða nokkurs varða. Taldi það skyldu sina að fylgja fram þeiro málum með alhug og öllum kröftum- Hann var sannmenntaður maður. Þar var ekki um neitt kák að ræða eða lauslegt hrafl. Ensku lærði hann t. d. til fullnustu, svo að hann ritaði það mál viðstöðulaust og betur en flestir innbornir menn. Samdi hann bækur á enska tungu, sem þóttu svo af bera, að hann var gerður að heiðursfélaga i rithöfundafélagi í Ameríku. Á ís- lenzku skrifaði hann margt, bæði frumsamið og þýtt, gaf út ljóðabók meðal annarra bóka. Steingrimur Arason var göfugur maður, sem hafði tamið sér fagurt líferni, enda upplagið gott. Hann setti sér háleit takmörk i æsku og gekk beint að verki. Hann var einn af merkustu kennurum og uppeldis- fræðingum á þessari öld, og verk hans bera ávöxt nú og munu gera það eftirleiðis. Þorsteinn Jónsson.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.