Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1953, Blaðsíða 15

Eimreiðin - 01.10.1953, Blaðsíða 15
eiMREIÐIn VALTÝR Á GRÆNNI TREYJU 251 Verið móðir Páls. Árið 1734 búa þar Árni Jónsson og Einar Jóns- son og eru óþekktir menn, en 1762 búa þar Þorsteinn Árnason °g Þórður Hinriksson. Þorsteinn á hálfa jörðina, og þá sést það, að Árni Jónsson hefur átt Ragnhildi Árnadóttur fyrir konu og eignast með henni hálfa Eyjólfsstaði, en Þorsteinn þeirra sonur. Eru tveir karlmenn á búi Þorsteins, hann sjálfur, 39 ára gamall, °g annar ónafngreindur, sem er 75 ára. Það er eflaust Árni Jóns- s°n, faðir hans, og er hann þá 16 ára gamall 1703, en Árni Jóns- Sen, 16 ára gamall, er á Ormsstöðum í Norðfirði það ár með föður S1num, Jóni Hallssyni og stjúpu. Líklega er þetta Jón, sonur Halls Eiríkssonar í Bót Magnússonar, og hafa ekki valizt til kvonbæna 1 Eyjólfsstaði aðrir en menn af betri ættum. Einar Jónsson er alls ókunnur, en líklega ungur maður, og hefur átt fyrir konu dóttur Páls Árnasonar, ófædda 1703. Það er hálflenda Einars Jónssonar, sem gengur úr eigu ættarinnar, því að 1762 á Pétur ^orsteinsson sýslumaður hálfa Eyjólfsstaði. Það er því opin leið, að einhver Valtýr hafi getað átt hálfa Eyjólfsstaði milli 1734 og 1^62, en næsta ólíklegt er það, þar sem auðmenn og valdsmenn eiginlega gengu fyrir kaupum á jarðeignum og sóttu eftir því- iíkum jörðum sem Eyjólfsstaðir eru. Þarf varla að hugsa það, að bóndi, sem að engu er getið, kaupi slíka jörð á þeim tíma, Sem þeir Árni auðgi, séra Hjörleifur á Valþjófsstað og Þorsteinn yslumaður á Víðivöllum safna jarðeignum. Jarðeignaauður Valtýs a grænni treyju eftir sögunni að dæma rýrnar allmjög við þetta, °g það er sennilega óhætt að þurrka hann allan út, því að hefði hann átt jarðeignir miklar, hefði nokkur hluti þeirra fallið undir kóng við aftöku hans, en þá hefði orðið erfðatilkall til þeirra S1ðar, er sannaðist sakleysi hans, og er óhætt að segja það, að það hefði ekki gengið svo hljóðalaust, að ekki sæust nein merki eftir þvílík mál í dóma- og jafnvel Alþingisbókum frá þessum tlnia, um 1770, er sakleysi hans á að hafa sannazt. Þessi þáttur Segunnar reynist því haldlítill, því að það er næstum útilokað að neinn Valtýr hafi búið á Eyjólfsstöðum á þessum tíma. Næst er það atriði sögunnar, að sendimaður, sem drepinn var, hafi komið sunnan af landi með smíðasilfur, er hann hafi verið sendur með þangað, af því að enginn slíkur smiður hafi verið í Múlasýslum. Þetta er næsta ótrúlegt og sennilega alrangt, og má ^nnna á það, að Páll á Steinsstöðum í Tungusveit, faðir Sveins ^knis, er að nema gullsmíði austur í Fljótsdal á þessum tíma, °g hét gullsmiður eftir það. Jón, sonur hans, hreppstjóri og gull- smiður á Sléttu í Reyðarfirði, sem hann átti með vinnukonunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.