Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1953, Page 18

Eimreiðin - 01.10.1953, Page 18
254 VALTÝR Á GRÆNNI TREYJU eimreiðin óþekktir, að við kennum þá til ytri einkenna, eins og klæða. Maður á rauðum hesti. Maður í svörtum frakka o. þ. u. 1. Þeir segja Valtýr á grænni treyju, af því að þeir þekkja ekkert annað til mannsins. Við þekkjum hinn síðari Valtý á grænni treyju ekki öðruvísi en sem ferðamann, og mundi þá ekki ólíklega til getið, að líkt hefði gilt um hinn fyrri. Hins vegar gat þessi Valtýr ekki hafa haft meiri orðstír en aðrir þeir, sem á ferðum voru og hétu umrenn- ingar, kenndir við þjófnað, kannske af engu tilefni, hýddir, mark- aðir og hengdir, eða sendir á Brimarhólm eftir einhverjum dóm- nefnum í anda Stóradóms. Það hefur því ef til vill ekki þótt taka því að vanda honum meðferðina, þótt síðar yrði vitað að þetta var heiðursmaður, og því þótt sjálfsagt að jarða hann 1 kristinna manna reit, eins og sagan segir, að gjört hafi verið. Og þessi Valtýr gat verið staddur á Eyjólfsstöðum hjá frændum eða vin- um, í dvöl, eða bara næturgestur á langri leið, svo að hæg hafa verið heimatökin að kenna honum verknaðinn og trúlegt orðið, að hann hefði getað valdið. Það virðist engin önnur skýring geta verið til staðar á manni, sem hvergi er við getið í neinum heimild- um héraðssögu, kemur hvergi fram í frændsemi við nokkurn mann, á enga niðja þar í sveit. Það myndast ekki einu sinni um hann þjóðsögur, nema af því tilefni einu saman, að sannreyna tilveru hans. Það dreymir hann engan mann, það sér enginn svip hans. Slíkur maður á ekki heima í því héraði, sem sögð er af honum sagan, þótt svo sé nú orðið ruglað staðreyndum. Það verður að fara fljótt yfir sögu hér á þessum stað. Valtýsnöfnin eru næsta fá í manntalinu 1703. Aðeins einn á Héraði, Valtýr Einarsson á Heykollsstöðum í Tungu, 56 ára gamall, og getur ekki verið um hann að ræða, að vísu ekkert um hann vitað síðar, og á hann þó eina dóttur barna, 18 ára gamla þá. Svo eru tvaer rosknar konur í Breiðdal Valtýsdætur. En í Fáskrúðsfirði er Valtýr Ásmundsson, 40 ára gamall, og á Gvendarnesi er Eyjólfur Valtýsson, og hann á son, sem Valtýr heitir og er 15 ára gamall- Það hefði nú einhvern tíma verið nóg efni í ruglingssögu, Valtýr Eyjólfsson og Valtýr á Eyjólfsstöðum, og manni verður ekki grunlaust um, að þar geti legið eitthvað af skýringum á þessan sögu, en algerlega er það vonlaust mál að finna þær skýringar. En ef ætti að setja þetta í samband sín á milli, verður þó fyrir manni að hugsa, að þá hafi þetta fyrr skeð en ætlað er allt saman, og má það vel hafa orðið. En þá er þess að gæta, að við hefðum sennilega annálsheimildir fyrir þessum atburði, því að Þorsteinn prestur á Hrafnagili er svo næmur á austfirzk tíðindi,

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.