Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1953, Page 42

Eimreiðin - 01.10.1953, Page 42
278 Á AUSTURLEIÐUM ENN EIMREIÐIN Stakkahlíð þekkja allir Austfirðingar. Hann hýr á jaðri „skriðu Loðmundar gamla“, hefur stórt tún, beitiland gott og grösugar engjar. Æðarvarp er nokkurt, m. a. í upphlöSnum varphólma á söndunum niður við sjóinn. Hefur mikið grjót verið flutt i þennan hólma og annan minni við tjörn skammt neðan við túnið. Rétt innan við hólana eru margar tjarnir og sumar djúpar, bryddar tjarnastör, en síkjamari vex lengra úti í þeim. Þar er líka gulstararhólmi girtur hvítri ræmu af reiðingsgrasi (sem Norðmenn og Krístmann skáld kalla vatnasmára). Seyðið af jarðstöngli jurtarinnar — mýrakólfsins — þykir gott við maga- kvillum. Skammt innan við Stakkahlíð liggur Klyppsstaður, prests- setrið forna. Stendur þar lítil 80—90 ára gömul timburkirkja, en sjaldan mun messað nú orðið, það gerir mannfæðin í sveit- inni. Bæjarhús eru steinkumbaldi, heldur hrörlegur, en góð bú- jörð er Klyppsstaður jafnan talinn. Var nýflutt þangað fólk fra Seyðisfirði. Fénaður verður vænn, og ræktunarskilyrði eru góð eins og hvarvetna í Loðmundarfirði. Ljómandi fagrar blóma- brekkur liggja innan við ána, sem steypist í fossum í hamragih fram af brúninni við Álfasteina, rétt ofan við bæinn, og kvísl- ast síðan um engjarnar fyrir neðan. Kafgras var á túni. Kjarri vaxinn Olfsstaðahálsinn blasir við nokkru innar. Þykir þar af- bragðs sauðland, samanber orðtakið gamla: „Það vildi ég, að ég væri orðin spjaraær í Úlfsstaðahálsi.“ Munu bæði dilkar og spjaraær verða þar furðu vænar, enda er haglendið hið bezta. Kjarrið er lágt, með stórum, gráum loðvíðibreiðum hér og hvar, líkt og á þingeysku heiðunum. Innan um vaxa gulvíðirunnar, brönugrös og hávaxnir undafíflar á víð og dreif og mannhæðar háar reynihríslur, flestar í röð upp og niður hlíðina. Aðalbla- berjaland mikið er í kjarrinu. Víða er allt blátt af blágresi og bláklukku, og sums staðar sér í skjaldburknabrúska og smágerð hvít blóm sjöstjörnunnar. Beitilyngið leggur til rauða litinn- Er þarna óvenju hlýlegt og búsældarlegt. Telur Þóroddur Guð- mundsson, rithöfundur, óvíða fegurra land yfir að líta, en hainr hefur ferðazt hér og fundið margt fágætra jurta. Mun mega hafa stórt bú á Hlfsstöðum. Þar er nýlegt steinhús og vel um búið. En fámennið er til baga, þrennt í heimili, og næsti baer fjTÍr innan, Bárðarstaðir, í eyði. Þóttu þeir samt landkostajörð.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.