Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1954, Page 13

Eimreiðin - 01.10.1954, Page 13
eimreibin LJÓS HEIMSINS 245 þessum kringumstæðum varð sálmurinn til. Skáldið Matthías Jochumsson hefin: túlkað þennan fagra sálm í innblásinni þýð- ingu á vora tungu þannig: Lýs, milda ljós, í gegnum þennan geim, mig glepur sýn; því nú er nótt og harla langt er heim. Ó, hjálpin mín, styð þú minn fót; þótt feta nái skammt, ég feginn verð, ef áfram miðar samt. Ég spurði fyr: Hvað hjálpar heilög trú og hennar ljós? Mér sýndist bjart, en birtan þvarr, og nú er burt mitt hrós. Ég elti skugga, fann þó sjaldan frið, unz fáráð öndin sættist guð sinn við. Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér, þú logar enn, — í gegnum hárur, brim og voðasker. Nú birtir senn. Og ég finn aftur andans fögru dyr og engla þá, sem barn ég þekkti fyr. Við geðblæ þann, sem þessar ljóðlínur vekja, með þá von í huga, að ljós heimsins megi lýsa þjóðinni og hin milda birta þess hvíla yfir öllu hennar starfi, er jólaóskin ein- lasga frá mörgum liðnum jólum enn á ný flutt út yfir byggð og borg: óskin um (shicmiie® aféwi Sveinn Sigurðsson.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.