Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1954, Page 17

Eimreiðin - 01.10.1954, Page 17
EIMREIÐIN UM LISTSKÖPUN FYRR OG NU 249 un. Frá mannlegu sjónarmiði séð nær Michelangelo þá þeim uiesta starfsárangri, sem nokkur listamaður í Evrópu hafði náð. Hann varð því óbeinlínis orsök þess, að menn tóku uú að beina athyglinni að listamanninum sjálfum. Og þar sem hin heiðna fegurð- arhugsjón komst þá jafn- framt í tízku aftur, fékk listþróunin á sig verald- legri blæ en áður. Því næst hófst barokstillinn, með sínum skrúðmiklu stað- setningum og reikula tján- ingarhætti, í stað hins svipmikla, einfalda og sál- rsena i listtjáningu áður. Mannlegri hégómagirnd yar gefinn laus taumur. Maðurinn tók að hreykja sér af eigin verðleikum og úrræðum. Annað atriði varð þess og valdandi, að hstin tók nýja stefnu, en það voru vísindalegar rannsóknir þeirra tíma, er nú voru að hefja skeið sitt undir forustu annars mesta Uieistara endurfæðingar- hmabilsins, sem var Leo- Málverk ejtir Filippino Lippi (um 1457 uardo da Vinci. Þannig —1504): Engill á bœn. atti hann ósjálfrátt þátt i að breyta afstöðu listarinnar til hins andlega í tilverunni. Frum- regla vísindanna varð sú, að neita öllu, sem ekki var hægt hvenær sem var og hvar sem var að sýna og sanna. Nú tóku uienn að heimta sannanir fyrir öllu, þar á meðal fyrir tilveru guðs. Menningarþróunin breyttist þannig, að persónuleg reynsla hiannsins varð nú að víkja fyrir ópersónulegum, hlutlausum

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.