Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1954, Side 27

Eimreiðin - 01.10.1954, Side 27
JÁTNINGAR eimreiðin 259 sýndarmennskan leysir engin vandamál, baráttan fyrir nýrri, andlegri endurfæðingu í list nútímans. Undantekningar frá þeirri öfugþróun, sem ég hef lýst, er að sjálfsögðu að finna þar sem eru hinir miklu meistarar, svo sem Rembrandt og Bach, svo að nefnd séu dæmi, sem þrátt fyrir tíðarandann hafa skapað eilíf verðmæti í listum. En þessar undantekningar kollvarpa í engu þvi, sem ég hef sagt, heldur þvert á móti staðfesta, að á einu ríður mest í allri listsköpun: lifandi sambandi við guðdóminn og innblástur heilags anda hans. Sv. S. þýddi. * HISPURSLAUSAR JÁTNINGAR. Kvenfrelsi fyrir konu sjónum. Hið svokallaða kvenfrelsi er, að mínum dómi, einhver mesta skyssa, sem wenningarsagan kann frá að greina. Þegar ég sé myndir af stúlkum, þenjandi sig i kapphlaupi á íþróttavöllum, með alla vöðva afmyndaða af áreynslu og andlitin grett og gagursleg, eins og á karlmönnum við stritvinnu, þegar ég heyri vinkonur mínar halda fram þeirri fádæma firru, að konur eigi að leita hamingjunnar í þvi að stjórna flugvélum, káka við keyrslu bila eða gerast framkvæmdastjórar i verzlun og viðskiptum, þá verður mér blótt áfram flökurt af blygðun og smán fyrir hönd kynsystra minna. Ég hef viðbjóð á þvi, að vera minnt á, að ég hafi kosningarrétt —, og nota hann sjaldan og hef ógeð á konum i þingmannsstöðu. Þær segja þar svo marga fjarstæðuna og tala of mikið, — alveg eins og við hinar. Hilda Strickland. Svona erum viS nú inn við beiniS. Gagnrýnendur sjónleikja eru, hvað sem þið kunnið að hugsa um þá, ein- staklega góðviljaðir sveimhugar, sem sífellt eru að reyna að hera í bætifláka og sjá ekki sólina fyrir leikhúsinu. Þeir vilja miklu heldur lofa sjónleik en lasta, og neyðist þeir til að verða harðorðir til þess að vera sannir, þá tekur það þá svo sárt, að þeim liggur við gráti. Beverley Baxter, rithöfundur.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.