Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1954, Page 29

Eimreiðin - 01.10.1954, Page 29
eimreiðin LEIKRITASKÁLDIÐ E. O’NEII.L 261 Ekki virðast mörg leikrit hans hafa náð vinsældum á Is- landi, ef trúa má leikritaskrá Lárusar Sigurbjörnssonar (1946). Hann telur aðeins Ég man þá tíð (— Ah Wilderness) í Þýðingu eftir Boga Ólafsson, sýnt 1946, 1 þokunni (= Fog), útvarpsleik, þýddan af Klemenz Jónssyni yngra 1945, og Morgunstund (= Before Breakfast), útvarpsleik, þýddan 1935 af Lárusi Sigurbjörnssyni sjálfum. 2. Ævi O’Neills hefur oft verið litlu ódramatískari en leikrit hans. Hann var þrígiftur. Var fyrsta kona hans Kath- leen Jenkins, þau giftust 1909 og skildu 1912, en höfðu átt einn son, er framdi sjálfsmorð 1950. Annarri konu sinni, Agnes Boulton, kvæntist O’Neill 1918, þau áttu tvö börn: son Shane og Ona dóttur; hún giftist innan við tvítugt Charlie Chaplin í ónáð föður síns, enda var Chaplin 35 ár- um eldri en hún, samt hafa þau átt fimm börn. O’Neill og Agnes skildu 1929, og kvæntist hann sama ár síðustu konu sinni, Charlottu Monterey. Þótt eigi væri annað kunnugt um hjónabönd hans en þetta, mætti gizka á, að oft hefði gengið brösótt til á heimili hans, enda eru hamingjusöm hjónabönd sjaldgæf, ef ekki óþekkt, í leikjum hans. O’Neill og kona hans hin síðasta voru með annan fótinn í New York, til að geta verið nálægt Broadway, fram að 1948. Þá mun höfundurinn hafa verið orðinn veikur af Park- inson-sýki, sem að vísu dró hann ekki beint til dauða — hann dó úr lungnablógu —, en lamaði hann svo síðustu árin, að hann var lítt fær til vinnu og skrifta. Þau hjón keyptu Htið hús á Marble Head, Massachusetts, og þar bjuggu þau, þar til skömmu áður en hann dó, að þau fluttu til Boston, en þar dó hann 27. nóvember 1953. O’Neill var frábitinn fjölmenni og grafinn í kyrrþey. O’Neill var fæddur á Broadway í New York 16. október 1888, sonur írskra hjóna, kaþólskra. Var faðir hans vel þekkt- ur leikari, en ekki mun þeim hafa komið of vel saman, því að bæði strauk O’Neill að heiman, unglingurinn, og gerðist sjóari, en þegar hann fór að skrifa, var honum tamt að lýsa feðrum sem fjölskylduharðstjórum. Aftur á móti virðist hafa verið kærra með honum og móður hans, og má líka sjá þess merki í leikritum hans. Flækingur hans, einkum sjómennsk-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.