Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1954, Page 33

Eimreiðin - 01.10.1954, Page 33
eimreiðin LEIKRITASKÁLDIÐ E. O’NEILL 265 lista, söngs og draums. Díonýsos goð ergi, drykkju, danzæðis, taumlausrar lífsgleði og hrifningar, samkenndar allra með öllum og samkenndar með öllum heimi. Það er þetta lífi hlaðna veraldargoð, sem O’Neill reynir að dýrka í ýmsum rnyndum í leikritum sínum fram að 1927. Fyrsta leikritið, sem O’Neill skrifaði í þessum tilgangi var The Fountain (1922—25) um landkönnuð spánskan á dög- um Columbusar, er leitar lífsins brunns alla ævi, fer mjög villur vegar, en birtist þó brunnurinn að lokum í fagursýn rétt eftir dauða sinn. Næst reynir hann að lóða dýptir tilverunnar eða að kom- ast í sjöunda himin í hjónaást, sem hann lýsir í Welded (1924). Þar í kvað vera ekki svo lítil sjálfsævisaga. Þá skrifaði hann Only God’s Chillun got Wings (1924) um annan blámann, sem að vísu getur aldrei losnað við þjakandi áhrif umhverfis síns, en tekst þó í leikslok að komast að sáttum við lífið í sambúð við konu sína, þótt hún sé bæði ill og geggjuð. I Desire under the Elms (1924) skapaði höfundurinn bændafjölskyldu uppi í Nýja Englandi og lét hana lifa sem dýr í skauti náttúrunnar, — heiðna, ágjarna, seka um losta, sifjaspell, hórdóm, hefndir og barnamorð —, en þó lífsglaða og lausa við alla samvizku af hinum díónýsiska dýrsleika sínum. Er skemmst frá því að segja, að O’Neill tókst aldrei áður né síðan að skapa svo heilsteypt fólk. Hér stingur Freud fyrst upp kolíi hjá O’Neill. Fjölskyldufaðirinn er mesti harðjaxl og ekki beint elskaður af syni sínum. Þegar hann, sjötugur karl, fer út „að hórast“ og kemur aftur með unga konu, þá leggst þessi unga kona með stjúpsyni sínum, sem þangað til hefur verið mömmudrengur. Þau drepa barn sitt til þess að koma í veg fyrir það, að karlinn reki son sinn af jörðinni. Marco Millions (1918—52) var að einu leyti árás á amer- íska verzlunarmanninn, að hinu leyti lofgerð um austræna speki á kostnað vestrænnar mammonshyggju. En það var líka sorgarsaga austrænnar meyjar, er varð svo óhamingju- söm að leggja ást við þessa guðsmynd Vesturlanda, Marcó kaupmann. Að vísu virðist Marcó í öndverðu ekki vera með

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.