Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1954, Síða 40

Eimreiðin - 01.10.1954, Síða 40
272 LEIKRITASKÁLDIÐ E. O’NEILL eimreiðin ur honum í hug, að hann kunni að hafa unnið verkið í brjál- æði, en þá er um leið fótum kippt undan þessari nýju lífs- trú hans og fagnaðarboðskap. Dæmi og prédikun Hickeys hefur engin varanleg áhrif á neinn af rónunum, nema Larry Slade, fyrrverandi stjórnleysingja. Hann kemst að þeirri niðurstöðu, að þrátt fyrir allt trúi hann enn boðskap stjórn- leysingja. Út frá þessari nýstaðfestu trú blæs hann að glóð- um samvizku í pilttötri, sem er vokins um það, hvort hann eigi ekki að fyrirfara sér, til þess að afplána glæp sinn við stjórnleysingja. Hann hafði selt þá, þar á meðal móður sína, gamla kærustu Larry Slades, í hendur lögreglunni. A Moon for the Mis-Begotten, skrifaður á undan The Ice- man 1943, var aldrei leikinn og ekki gefinn út fyrr en 1952 í New York. Það er um írskan mömmu-dreng, James Tyrone, Jr., sem tapar sér alveg, þegar hann missir móður sína, fei’ á óstöðvandi fyllirí og kvennafar sér til ævarandi sorgar og sínagandi samvizkubits. Að vísu finnur hann stundarfrið við brjóst stúlku, sem ann honum, og væri til með að taka hann að sér, en hann þorir ekki að leggja út í slíkt, hyggur að hann mundi seint losna við drykkinn og minningarnar um skjáturnar. ’ Stúlkan er írsk bóndadóttir, og mikið af leiknum fer í það að lýsa henni og föður hennar, sem bæði eru full af gráglettum og hálfkæringi, þótt ekki sé það nema á yfirborðinu. Karl er brögðóttur sem Mörður, og standa ráð hans jafndjúpt og ráð Njáls, þegar hann er að reyna að koma þeim hjónaleysunum saman, enda tekst honum það, en þó með öðrum árangri en hann hafði ætlað, og líkist hann Njáli einnig í því. Fyrstu leikrit O’Neills og The Iceman Cometh voru um úrhrök veraldar og róna. Þetta síðasta leikrit er, eins og mörg önnur, um landa hans, Irana. Má af því ráða, bæði hve vel hann hefur þekkt þá og hve vænt honum hefur þótt um þá. Enda mætti sá maður hafa hjarta úr skrítnum steini, sem ekki yrði vel til þeirra sumra, svo sem bónda og dóttur hans í A Moon for the Mis-Begotten. [Við samning greinar þessarar hef ég notað rit E. O’Neill og The Haunted Heroes of E. O’Neill eftir E. A. Engel, Harvard Univ. Press 1953. Stefán Einarsson.l
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.