Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1954, Side 42

Eimreiðin - 01.10.1954, Side 42
274 VlGÖLD OG VOPNAHLÉ EIMREIÐIN Pá var lof þeim seka sungið, svívirt bróðurþel. Annars líf var eitri þrungið, öðrum búið hel. Vopnum öllum vámenn beittu, veittu bana og sár. Harla lítt um heiður skeyttu, harm né móðurtár. Virtu meira skömm en skyldu, skráðu bræðramorð söguspjöldin góðu, gildu, glœpsins stœrsta orð. Ofurmennin áttu sjaldan auðnu og gœfukjör. Reis af hatri og öfund aldan yfir þeirra för. — Smámenni á vopnsins valdi verður tœpast lýst. Iturmennska á undanlialdi út í drápshug brýzt. Reis þó yfir róg .og hefndir reginmenna fjöld. Virtu gefinn eið og efndir, aldrei báðu um völd. Virtu kosli kynsins glæsta, kappans hreysti og sæmd: Svik og blóðhefnd, sökin siærsta, sé úr leiknum dœmd.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.