Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1954, Page 56

Eimreiðin - 01.10.1954, Page 56
288 LÍTIÐ BROT ÚR LÍFSINS BÖK eimreiðin hafði jafnað sig eftir snuprurnar frá Gunnu, og leið svo kvöldið. í vökulok var lesin hugvekja. Hófust slíkar heimilis-guðsþjónustur jafnan síðasta sumardag og var haldið uppi allan veturinn. Að því loknu var kýrin mjólkuð og síðan borin inn vökvun í leirskálum, og tók hver við sinni skál, þar sem hann sat. En í þetta skipti tókst svo illa til fyrir Torfa litla, að í því er hann tók við sinni skál, féll hún á gólfið og fór í smátt. Þetta gerðist rétt í því er mamma hans kom inn í baðstofuna frá því að skammta, og gerði hún svo mikið veður út af klaufaskap drengsins, að hún blakaði til hans hendi, en hann æddi hágrátandi út í dimmasta hornið í baðstofunni. Enginn skipti sér af honum. Þetta átti að kenna honum að fara varlegar með skálina sína næst og að skilja verð- mæti hennar og annarra búshluta. En þegar hann hafði grátið og skammast sín um stund þarna í horninu kom Gunna til hans, stakk upp í hann sykurmola, sem hún hafði treint af því, sem hún fékk með kaffinu sínu, klappaði honum á kinnina og hvíslaði: „Hættu nú að gráta, Torfi minn. Bráðum koma jólin, og mamma þín verður ekki lengi reið við þig, enda varð þér þetta óviljandi.11 Hún hafði tínt upp skálarbrotin og þurrkað upp af gólfinu, svo engin verksummerki sáust. Og Torfi litli næstum hætti að gráta, því að fyrir utan þann huglétti, sem samhyggð Gunnu veitti hon- um, varð hann alveg frá sér numinn af undrun. Svona var þá Gunna, þó að hún væri bara kvenmaður og oftast heldur fúl við hann. Og hann ásetti sér að vera alltaf þægur við Gunnu eftir- leiðis. „Svona nú, kútur minn,“ sagði mamma hans litlu síðar. „Komdu nú að hátta, og mamma skal ekki vera lengur vond við litla strákinn sinn.“ Hún áleit, að hirtingin væri orðin það mikil, að hann gleymdi henni ekki í bráð, og þá var tilganginum náð. Því að strangleiki nítjándu aldar foreldra við börn sín stafaði alls ekki af skorti á ást til þeirra, heldur þeirri bjargföstu sannfær- ingu, að börnin þyrftu agans með og að hann væri þeim fyrir beztu. Og nú glaðnaði fyrir alvöru yfir Torfa litla. Reiði mömmu sinnar gat hann ekki afborið nema stutta stund í senn, því að mamma hans var honum allt. Síðan háttuðu allir. Ljósið var slökkt, en tunglið kastaði ská- höllum geislum á baðstofugólfið inn um tvo litla þakglugga, og allt varð hljótt, svo hljótt sem framast má verða í afdalakyrrð vetrarnæturinnar, sem á ekkert sér líkt, kyrrð, sem er hvort- tveggja í senn, ægileg og unaðsleg, kyrrð, sem getur látið tifi® í stundaklukkunni duna í eyrum manns sem ægilega stórskota-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.