Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1954, Qupperneq 58

Eimreiðin - 01.10.1954, Qupperneq 58
290 LlTIÐ BROT ÚR LlFSINS BÓK eimreiðiN litla mjög minnisstæður. Honum var sagt, að stúlkan væri brjáluð, en hann skildi ekki, hvað það þýddi, hélt bara að brjálað fólk væri einhver sérstakur hlekkur sköpunarverksins og þess vegna ómiss- andi í tilverunni. Og þegar honum var sagt að þessi stúlka ætti bágt, þá sá hann þegar í hendi sér, að það væri óhjákvæmilegt, að sumir ættu bágt- En nú komu jólin með hugljúfari tilbreytingu. Strax á aðfanga- dagsmorgun var baðstofan tæmd af tóvinnu-áhöldum og öðru, sem án varð komizt yfir jólahelgina, og var það allt borið fram í skemmu. Síðan var baðstofan þvegin hátt og lágt og bærinn allur vandlega sópaður. Árbítur var framreiddur þegar eftir fótaferða- tíma og síðan fastað til kvölds. Allan daginn var eldað og bakað, og í rökkurbyrjun var hitað mikið vatn, svo að allir gætu laugað sig áður en þeir bjuggust sínum beztu fötum, innst sem yzt- Skyldi öllu þessu umstangi vera lokið fyrir dagsetur, því að Þa hófst jólahelgin. Byrjaði hún með guðsþjónustu, eins fljótt og við varð komið. Fór hún fram með ögn meiri viðhöfn en venjulega> einkum varðandi sönginn. En eins og venjulega lauk athöfninm með því að allir lásu „Faðir vor“ í hljóði, signdu sig og þökkuðu síðan fyrir lesturinn eða buðu hvor öðrum góðar stundir. Eftir það var borinn inn hátíðamatur, og allir snæddu við sama borð. í vökulok var svo veitt sætt kaffi, með eins mörgum brauðteg- undum og föng stóðu til. Torfi litli gekk í látlausri sæluvímu allan aðfangadaginn, eftir að hann hafði verið þveginn, fannst honum tíminn aldrei ætla að líða meðan hitt fólkið var að athafna sig. Hann gat ekki fellt sig við neina leiki, enda fannst honum óviðeigandi að leika sér að skeljum og kuðungum á sjálfum jólunum. Loks kom sanrt að því, að allir höfðu búizt um, og kom þá Sigrún húsfreyja með nokkur tólgarkerti, sem hún hafði steypt, og gaf hverjum eitt. en festi síðan fáein á rúmstöpla og hillur til og frá um baðstofuna. svo að hvergi bar skugga á. Þá fékk Torfi litli spil í jólagjöf, en ekki var honum leyft að leika sér með þau né annað fyrr en seinna- Hins vegar var honum frjálst að kveikja á kertinu sínu, ef hann einungis passaði að láta ekki leka úr því niður á fötin sín. Og honum var ljúft að varast það, því að í kvöld vildi hann vera góður við alla — fötin líka. Viku síðar komu svo gamlaárskvöldið og nýársnóttin með eins konar vasa-útgáfu af jólunum. Tilhögun var svipuð, en þó öll með veraldlegra yfirbragði. Jafnvel lj°s' birtan fékk annan blæ, og þá skemmtu menn sér frjálslegar, spiluðu púkk, tefldu refskák o. s. frv. Þannig liðu hátíðarnar, eins og ljúfur draumur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.