Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1954, Síða 60

Eimreiðin - 01.10.1954, Síða 60
292 OLYGINN SAGÐI MÉR EIMBEIBIH hún vex og hún vex og blæs í sundur, knúin óstöðvandi grósku. Og svo fer fjöðrunum að fjölga, alveg eins og þegar hringarnir drupu af Draupni forðum, og innan skamms er vaxinn upp heill hænsnagarður, með hana, hænum, kjúkling- um og öllu tilheyrandi. Og hinar vinnufúsu hendur, sem undirbjuggu jarðveginn svo dyggilega, spenna greipar í andagt og hrifningu. Góðir hálsar! Grípið ekki fram í fyrir mér. Ég veit svo sem, hvað þið ætlið að segja: Fjaðrir vaxa ekki upp úr jörðunni, eins og blóm eða tré, og því síður heil hænsnabú! — Jæja, þið haldið það! En ég skal nú samt fræða ykkur á, að því eru engin takmörk sett, hvað vaxið getur upp úr hinum rétta jarðvegi. Allt er undir því komið, að jarðvegur- inn sé nógu frjór. Og jafnvel á okkar hrjóstruga og kalda landi er víða hinn ákjósanlegasti jarðvegur fyrir litlar fjaðrir, sem eiga að vaxa og verða að heilum hænum, eða jafnvel hænsnabúum. * Þorpið er lítið og stendur undir bröttum og torfærum fjöllum við þröngan fjörð. Samgöngur eru aðeins á sjó að vetrinum. Undirlendi er lítið, og íbúarnir, nokkur hundruð sálir, stunda aðallega sjó. Nokkrir baksa við lítilsháttar harðbalabúskap, fáeinar rolluskjátur, kannske eina kú. Líf þessa fólks er fábrotið brauðstrit og björgin sótt í greipai’ hrjóstrugrar náttúru, sem veitir aðeins til hnífs og skeiðar- Húsin standa flest niðri við sjó, timburhjallar, klæddir báru- járni eða þakpappa. Beitningaskúrarnir eru alveg fram i flæðarmáli, nokkrir á stólpum, og flæðir undir þá. Við marga skúrana eru bryggjustúfar, sumir hálffallnir. 1 fjörunni eru gamlir nótabátar og fúaraftar, og á einum stað liggur stór, kolryðgaður lýsisbræðslupottur á hvolfi — arfleifð frá dög- um Norðmanna. En nýi tíminn hefur líka haldið innreið sína í þorpið. Þar er hafskipabryggja og hraðfrystihús, póstur og sími, kaup- félag, apótek, bakarí og fleiri menningarfyrirbrigði tuttug- ustu aldarinnar, að ógleymdri kirkjunni, barnaskólanum og hinu ómissandi ,,gúttó“, þar sem unga fólkið skemmtir sér.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.