Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1954, Síða 61

Eimreiðin - 01.10.1954, Síða 61
eimreiðin ÖLYGINN SAGÐI MÉR 293 danzar, drekkur og slæst á laugardagskvöldum, eins og í öðrum ,,gúttóum“ þessa lands. Þorpið er í flestu líkt öðrum sjávarplássum á Islandi. Hér gerist ekki sú Islandssaga, sem skráð er á bækur. Blöð og útvarp nefna þetta þorp varla nema einu sinni til tvisvar á ári og þá helzt í sambandi við rýran grasvöxt eða afla- tregðu. Samt er alltaf eitthvað að gerast. Hér gerist saga þorps- ins, og hér gerist saga hvers einstaklings. — Presturinn skírði hjá Bakkahjónunum á sunnudaginn, Jón í Koti var fullur í gær, krakkarnir á Nesi liggja í hálsbólgu í dag, og Kiddi á Mel ætlar að taka slátur á morgun. — Þessi saga endurtekur sig í sífellu með ótal tilbrigðum. Svona er sú Islandssaga, sem ekki er skráð á bækur. Þessi saga gengur óskráð munn frá munni, og hið hversdagslega efni hennar litast meira eða minna af ímyndunarafli sögumannsins. Sumu er lítt á lofti haldið, því að það er jafnvel of hversdagslegur hversdagsleiki til þess að endursögnin borgi sig. En sé eitt- hvað matarbragð að söguefninu, tekur það oft undarlegustu lita- eða jafnvel hamskiptum. Og ef til vill getur litla fjöðrin hans Andersens orðið að fimm hænum, hér sem annars staðar. * Eitt reisulegasta húsið í þorpinu heitir Nýibær. Þar býr dugandi útvegsmaður, Ari að nafni. Hann hefur stundað trilluútgerð í fjöldamörg ár af miklu kappi og harðfylgi, enda bjargálnamaður og vel það. Kona hans, Erna, tví- breið stútungskerling, komin af hættusvæðinu, er stödd í eldhúsinu. Hjá henni eru tvær nágrannakonur, Soffía í Vík og Hanna í Gerði. Það er komið kvöld. Ari er að dytta að veiðarfærum sínum niðri í skúr og dóttirin, tvítug beinasleggja, er ein- hvers staðar úti. Eldur logar glatt í maskínunni. Konurnar sitja við dúkað kaffiborð og gæða sér á rjúkandi kaffi og allavega bakkelsi, enda nýtur frú Erna almennrar viðurkenningar í þorpinu fyrir góðar kökur og liðugan talanda. I upphafi er rætt um allt milli himins og jarðar, en brátt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.