Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1954, Page 62

Eimreiðin - 01.10.1954, Page 62
294 ÖLYGINN SAGÐI MÉR eimreiðin þrengist hringurinn um Kristján nokkurn Hallsson, kaup- mann. Hann hefur upp á síðkastið verið mjög í munni kerl- inganna í þorpinu. Kristján er ungur, ógiftur og myndar- legur, nýkominn frá verzlunarnámi erlendis. Hann er sonur Halls Hailssonar, helzta kaupmanns á staðnum, og er nýbú- inn að taka við verzlunarstjórastöðunni af föður sínum. Kerlingunum þykir hann ekki vera við eina fjölina felldur. Hanna í Gerði hefur sérstöðu, þegar rætt er um skemmt- analífið í bænum. Hún á nefnilega heima skammt frá „gúttó- inu“. Ekki skaðar það heldur, þegar rætt er um kaupmann- inn, að hún býr beint á móti kaupmannshúsinu. Þessarar sérstöðu sinnar neytir hún nú út í yztu æsar. Hún segir frá, og augun glampa af ákafanum og eldrautt andlitið glóir eins og sól í heiði: „Svo var ballið búið um þrjúleytið. Strákarnir í Seli fóru heim með þeim Diddu og Siggu. Ég sá á eftir þeim upp alla götu. Bína í Króki hékk utan í Færeyingunum — auð- vitað! Það er nú auma dræsan, sú manneskja. Þeir fóru með hana niður í skip, eins og nærri má geta. Ja, því segi ég það, ef hún móðir hennar gæti litið upp úr gröfinni, þá mundi henni aldeilis bregða í brún, gömlu konunni. En það er svo sem ekki að furða, þó að unglingarnir lendi út á galeiðuna. Þetta er ekkert uppeldi á krökkum hérna. Og þeir, sem helzt ættu að gefa gott fordæmi, eru barasta ekkert betri. Hvað höfðingjarnir hafast að, hinir ætla sér leyfist það. Jú, jú. Eftir höfðinu danza limirnir. Það ætti þá að vera betra, sumt fína fólkið hérna!“ Hanna dæsir og tekur sér málhvíld. Hún nýtur þess að draga frásögnina á langinn, til þess að æsa forvitnina sem mest upp í vinkonum sínum. „Jæja, loksins klukkan hálffjögur kom blessaður kaup- maðurinn okkar ofan götuna, frakkalaus, hattlaus og syngj- andi, eins og fullur sjóari. Hugsið ykkur, sonur Halls Halls- sonar syngjandi fullum hálsi klukkan hálf fjögur að nóttu. Það var ekki að sjá annað en hann væri sæmilega hátt uppi- — Og ekki aldeilis einn — hí, hí, hí!“ Augun ætla út úr höfðinu á þeim Ernu og Soffíu. Kaffi-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.