Eimreiðin - 01.10.1954, Page 65
eimreiðin
ÓLYGINN SAGÐI MÉR
297
að ekki slær séra Ófeigur hendinni á móti dropanum, þegar
hann býðst. Það vita þorpsbúar.
Frú Berta er fædd og uppalin í þorpinu. Faðir hennar,
einn hinna örsnauðu sjómanna í þorpinu, drukknaði, þegar
hún var smátelpa, og lét eftir sig ekkju og sjö börn. Það var
oft þröngt í búi hjá ekkjunni í Innri-Vík. Hreppsnefndin var
ekki rausnarlegri við hana en aðra sveitarómaga, enda ekki
af miklu að taka. Börnin veltust i forinni, vetur sumar, vor
og haust, í stagbættum og gauðrifnum ræflum — grá og
guggin af skorti. En árin liðu, og einhvern veginn komust
þau á legg og hurfu að heiman eitt af öðru — strákarnir
til sjós, en stelpurnar sitt í hverja áttina. Sumar voru þegar
giftar.
Þegar séra Ófeigur tók við brauðinu fyrir nokkrum árum
síðan, þá ókvæntur, varð hann brátt aðalumræðuefni allra
saumaklúbba og eldhúsþinga þorpsins. Meira að segja karl-
arnir, sem sögðu yfirleitt færra en kerlingarnar þeirra —
eins og lög gera ráð fyrir — gátu nú ekki stillt sig um að
leggja orð í belg.
Það var nefnilega brátt altalað, að Berta í Innri-Vík væri
búin að ná tangarhaldi á prestinum og væri ekki aldeilis á
því að láta laust! Séra Ófeigur var mikill gleðimaður og sótti
danzleiki í „gúttó“, auðvitað til mikillar hneykslunar í eld-
húsunum í þorpinu. Strax á fyrsta ballinu hafði hann danz-
að meira við Bertu en aðrar stúlkur, átta danza, að því er
hún Jónina á Grund fullyrti, en ekki nema fjóra við neina
aðra. Hann hefði bara átt að vita um lifnaðinn á henni Bertu
í síldinni í fyrrasumar! Jónína stundi mæðulega, eins og
ábyrgðin á þessari léttúð hvildi á hennar eigin herðum.
Eftir þetta sat Berta um séra Ófeig, eins og köttur um
músarholu, eða svo höfðu menn fyrir satt — og kerlingarnar
sátu um Bertu! Þorpið var í umsátursástandi! Styrjaldar-
fréttir, síldarfréttir, slys á sjó og landi — allt færðist í skugg-
ann af þessu eina. Þau fóru í göngutúra og útreiðartúra,
á danzleiki, og hún fór með honum heim, og kerlingarnar
voru alveg að springa!
Loksins komu hringar og gifting, og æsingurinn smárén-