Eimreiðin - 01.10.1954, Page 70
302
ÓLYGINN SAGÐI MÉR
eimbeiðin
sem ekki hætta á, að það fari lengra, sem þessar konur
segja. — En skyldi ekki Hanna í Gerði sjá eftir því á morg-
un að hafa ekki kveðið sterkar að í upphafi? Bölvuð tæfan
hún Erna í Nýjabæ! Alls staðar þarf hún að vera miðpunkt-
urinn í hverju kaffiboði! Hún ætti bara að vita, hvað er
sagt um beinasleggjuna dóttur hennar og Óla gamla í Norður-
hlíð, átta barna föður og á sjötugsaldri! Bíði hún bara!
*
Nokkrar vikur líða. Lífið í þorpinu gengur sinn vanagang-
Karlarnir róa, en sá grái er tregur. Það er byrjað að slá
inni á Dal, en sprettan er með lélegra móti, eins og vant er.
Það er haldið annað ball í ,,gúttó“ og sagðar nýjar fréttir
í hverju eldhúsi.
Og svo kemur Esja að norðan.
Það er alltaf tilbreyting að skipakomum. Fólk safnast
saman niðri á bryggju, til þess að sjá, hverjir koma og fara.
Það er rigningarsuddi, og menn standa í vari við bryggju-
húsin.
Enginn farþegi að norðan. Skipið blæs þegar í fyrsta sinn.
Nokkmm skyrkútum og kaffirótarkössum er skipað á land
til Kaupfélagsins. Þrír unglingspiltar, með pinkla í höndum,
fara um borð. Þeir eru að fara á togara í Reykjavík.
Skipið blæs til brottferðar. Hásetarnir eru að taka land-
göngubrúna. Þá kallar einhver uppi á götu. Ung stúlka kem-
ur ofan bryggjuna og hleypur við fót. Hún er í grárri regn-
kápu, með litla ferðatösku í annarri hendinni, en veifm’
hinni ákaft. Hásetarnir doka við. Stúlkan skundar um boi’ð
og lítur hvorki til hægri né vinstri. Hún fer tafarlaust aftura
og hverfur inn í setustofu annars farrýmis.
Esja leggur frá.
Karlarnir líta hver á annan. Var þetta ekki hún Dóra 1
Haga? Hvað skyldi hún vera að erinda suður? Kannske i
atvinnuleit. Það hafði verið lítil vinna í hraðfrystihúsinu
undanfarið.
Daníel i Vík labbar inn götu í þungum þönkum og tottai’
pípuna í ákafa. Það eru engar síldarfréttir ennþá og „Sigur-
fari“ kominn norður fyrir viku. Daníel er sjómaður og a
hlut í „Sigurfara". Sonur hans er á bátnum, en sjálfur ei’