Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1954, Page 72

Eimreiðin - 01.10.1954, Page 72
304 ÓLYGINN SAGÐI MÉR EIMREIÐIN „Hvað — hm — mæðgurnar? Ónei, hún var nú alein telpu- kindin.“ „Ja so.------Hefur kannske ekki kært sig um að auglýsa brottförina, sú litla!--------Voru margir á bryggjunni?" „Bryggjunni — ha — nei, ekki held ég það. Bryggjukarl- arnir og nokkrir strákar. — Það er nú það. . . . Það er víst sama veðurspáin?“ „Ekki vænti ég, að Kristján kaupmaður hafi átt erindi niður í skip, eða á bryggjuna?" „Hvað segirðu — hann Kristján? Við skulum sjá.------------- Ne-i, það held ég fráleitt, ekki að minnsta kosti það ég sá.“ „Nei, auðvitað ekki! Grunaði ekki Gvend, að hann myndi passa að láta ekki sjá sig á þeim stað!-------Það er nógu útsmogið, þetta hyski, ekki vantar það.“ „A--------hvað ertu að segja — útsmogið — ja, ég skil nú ekki almennilega, hvað þú átt við.“ „Þú! — Huh — hvað ætli þú skiljir! Það mætti nú eitt- hvað ganga á hérna í þorpinu til þess að þú skildir það. — Jæja, sú dálitla. Skreppa suður í sumarfríinu, hí-hí-hí. Auð- vitað lét hann ekki sjá sig, blessaður. Þó það nú ekki væri! Það kemur sér stundum vel, að hafa góð sambönd fyrir sunnan. Já — ætli ekki það, karl minn!“ Daníel klórar sér vandræðalega í hausnum og er ekki með á nótunum. Hann staulast inn í eldhúsið, hlassar sér niður á koll og fer að hreinsa pípuna sína. Hann situr nokkra stund þögull, en rankar svo skyndilega við sér. „Opnaðu útvarpið, kona! Það eru að koma veðurfréttir.“ ^ Framh. Vísa eftir Skáld-Rósu. Móðir mín sagði svo frá, að fóstri sinn, Jón Árnason, siðar bóndi á Hall- gilsstöðum og Djúpárbakka i Hörgárdal, hefði verið fermdur jafnt sem Skáld- Rósa og þau þá bæði verið 12 ára. Faðir Jóns var efnaður, en börnunmn þotti Jón ekki vera svo vel til fara sem efni stóðu til við það tækifæri, og hentu gainan að. Þá kvað Rósa: Listir prýða laglegan lyndisþýða sveininn þann. Það mér stríða þrenging fann, þegar niða farið hann. Jóh. örn Jónsson skráÖi eftir frú Petrínu S. GuÖmundsdóttur frá Djúpavík■

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.