Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1954, Side 75

Eimreiðin - 01.10.1954, Side 75
EIMREIÐIN LEIKLISTIN 307 hana úr álagahamnum áður en lýkur. — Svo er sagan öll. Samtöl eru víða hnyttin og njóta sín vel í munni góðra leik- ara. Frú Herdís Þorvaldsdóttir gerði hlutverki Lóu góð skil, einkum þar sem reyndi á að túlka harm og vonleysi, og leik- ur Vals Gíslasonar í hlutverki Guðlaugs, föður hennar, sýndi kátan karl og meinglettinn, svo af bar. Rúrik Haraldsson, sem leikur Feilan Ó. Feilan, gerir fanti þessum góð skil, en var svo hraðmæltur og óskýr í tali með köflum, að erfitt var að fylgjast með. ísa (Inga Þórðar- dóttir) og Mr. Peacock (Ævar R. Kvaran) skiluðu sínum hlut- verkum í þeim anda, sem til er ætlazt af höfundi, og í heild tókst sýning leiksins svo sem bezt var hægt að búast við, enda undir stjórn Lárusar Pálssonar, sem enn sýndi hve sýnt honum er um stjórn og leiktækni alla. Lokaðar dyr er sjónleikur eft- ir þýzkan höfund, sem verið hafði hermaður og herfangi í síðustu styrjöld, þekkti því ógn- ir hernaðar af eigin sjón og reynd. Hann lézt skömmu eftir að hann hafði lokið leikritinu. Það er fremur frásögn en drama um þær þrengingar, sem mæta hermönnum mörgum, er þeir koma heim að loknu stríði og finna heimili sín í rústum. Þeir standa úti, fyrir öllum dyrum lokuðum, eiga sér hvergi at- hvarf og óska þess mest að fá hvíld — í dauðanum. Harmsaga hins örþreytta hermanns er átakanleg, og jafnframt því að lýsa henni í nokkrum skýrum Beckmann (Baldvin HalldórssonJ og stúlkan (Hildur Kalman).

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.