Eimreiðin - 01.10.1954, Qupperneq 76
308
LEIKLISTIN
EIMREIÐIN
Beckmann (Baldvin Halldórsson).
og hnitmiðuðum atriðum, glímir
höf. við djúpstæð mannleg
vandamál, sem ekki eingöngu
eru bundin við hernað og styrj-
aldir, heldur alla tíma, svo sem
sakramentislegt gildi hjóna-
bandsins, í katólskum skilningi,
— o. fl.
Aðalspersónu leiksins, Beck-
mann, hermanninn, einn af
þeim, leikur Baldvin Halldórs-
son. Leikur hans er traustur og
samfelldur frá byrjun til loka,
og hvílir þó langmest á þessum
eina leikanda, sem er á sviðinu
svo að segja allan tímann. Hin
hlutverkin eru flest smá. Mesta
athygli þeirra vekur hlutverk
stúlkunnar, er átti manninn,
sem kom einfættur heim, en
hana lék Hildur Kalman. Leik-
stjórn annaðist Indriði Waage.
Þjóðleikhúsið hefur valið sér
verðugt verkefni, þar sem þessi
leikur er.
„Það er manngöfgin ein, sem
getur komið á varanlegum
friði“, sagði Albert Schvveitzer
í ræðu sinni í Oslo á þessu
hausti, er honum voru afhent
friðarverðlaun Nobels. Öll tján-
ing leiksins staðfestir þessi orð.
Erfinginn (234. verkefni Leik-
félags Reykjavíkur, segir í leik-
skránni) er leikrit byggt á
skáldsögu eftir ameríska rithöf-
undinn Henry James (1843—■
1916). Það fjallar um líf læknis
eins og ungrar dóttur hans, bar-
áttu hennar, vonbrigði í ástum,
uppreisn gegn ströngum föður,
o. s. frv., vel samið leikrit út af
enn betur samdri skáldsögu:
Washington Square. Dóttirin,
Katrín, er ófríð og feimin,
óframfærin og sjúklega sér-
Katrín (Guðbjörg Þorbjarnardótt-
ir) og faöir liennar, Slóper keknir
(Þorsteinn ö. Stepliensen).