Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1954, Page 79

Eimreiðin - 01.10.1954, Page 79
eimreibin RITSJÁ 311 l>að sýnir líf og þróun og fullt fjör hins djarfa og hressilega skálds. Það er gott og ánægjulegt, hversu vel hann endist. Bók þessi — og þá ekki siður kvæðabókin Hrímnœíur — eru óræk vitni þess. Þorsteinn Jónsson. SAGA MANNSANDANS V. VEESTURLÖND eftir Agúst H. Bjarnason. Rvík 1954 (Hlaðbúð). Fimmta hindið af Sögu manns- andans er nú komið út, vel úr garði gert. 1 þvi eru 49 myndir, flestar mannamyndir. Um efni ritsins er það að segja, að hér fjallar hinn fróði maður, Ágúst H. Bjarnason, prófessor, um mikilmenni andans og heimspekileg- ar og menningarlegar stefnur allt fró því næstu bók á undan (Róm, 4. bindi þessa verks) sleppir til loka 18. aldar. Þó entist honum ekki aldur til að gera þetta bindi úr garði eins og hann hugsaði sér, segir sonur hans, Hókon Bjarnason, í eftirmála bókar- innar. Einkum hafði próf. Ágúst hugsað sér að rita nákvæmar um áhrif Araba og Islam á evrópska menningarstrauma á endurfæðingar- timabilinu. Ágúst H. Bjarnason (f. 1875) dó 22. september 1952. Próf. Símon Jóh. Ágústsson fór yfir þetta bindi, svo og próf. Björn Magnússon yfir nokkurn hluta, þar eð höfund- inum entist ekki aldur til þess að ganga endanlega fró bindinu. Er hér afarmikill fróðleikur saman kominn og í aðalatriðum skipt i fimm kafla, er nefnast: Dante, Endurreisnartíma- bilið, Siðbótartímarnir, Heimsmynd- in nýja, Hin nýrri heimspeki. Er svo hverjum kafla skipt í marga undir- kafla, aðallega getið helztu andans manna tímabilsins, lýst kenningum þeirra og lifsskoðun, svo og heim- spekistefnum hinna ýmsu manna og tíma, einnig sögulegra viðburða, er áhrif höfðu ó menninguna. Þessi bók er fyrst og fremst fræði- bók, sagnfræðileg og furðu margt tekið fram í stuttu máli, þvi að efnið er afar mikið. Auk þess eru svo sjólf- stæðar ályktanir höfundarins. Get ég ekki fundið annað en þar sé vitur- lega um fjallað, hlutdrægnislaust og með glöggri yfirsýn. Það er mikils virði fyrir fróðleiksfúsan almenning að hafa þessar ágætu bækur Ágústs H. Bjarnason til lærdóms og mennt- unar og stórt menningaratriði, að hinum ágæta vísindamanni auðnað- ist að koma svo miklu í verk, óður en hann hvarf héðan af jörðu. Manns- ævin er stutt og erfið leiðin, þar sem alltaf verður að fitja upp á ný með hverri kynslóð. En þó verður það ávallt auðveldara hverri nýrri kyn- slóð, því að hún getur að nokkru leyti byggt á þeim grunni, sem hinir föllnu kappar hafa reist. Ágúst H. Bjarnason hefur gefið þjóð sinni merkileg rit til að byggja á með Sögu mannsandans, og hinn ágæti frógang- ur bókanna, góðar myndir og vand- legur prófarkalestur er útgefendun- um til sóma. Þorsteinn Jónsson. ISLENZKT GULLSMlÐI. Afmælisrit þetta er gefið út af Skrautgripaverzlun Jóns Sigmunds- sonar við lok hálfrar aldar starfsemi, 29. október 1954. Bókin hefst á ævi- sögu Jóns Sigmundssonar, sem nær til bls. xx. Hinn mæti maður, Jón Sig- mundsson, andaðist árið 1942, var hann samtíðarmönnum að góðu kunn- ur, ágætur gullsmiður og heiðurs-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.