Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1954, Blaðsíða 80

Eimreiðin - 01.10.1954, Blaðsíða 80
312 RITSJÁ EIMREIÐIN maður í hvívetna. Á bls. xiii er sagt, að árið 1904 hafi gullsmiðir (sem þá voru 8) ekki haft söiubúðir. Ég held þó, að einn þeirra, Björn Simonarson, Vallarstræti 4, hafi þá þegar haft sölubúð, þar sem hann seldi bæði sina eigin smiðisgripi og einnig út- lenda skrautgripi. Að minnsta kosti var búð þessi þar érið 1905, en Bjöm hafði flutzt til Reykjavíkur árið 1900, áður stundað iðju sína á Sauðárkróki. Eftir ævisöguna hefst ritgerð Björns Th. Bjömssonar, Islenzkt gullsmíði, og skiptist í fimm kafla, Heiðið skart, Ormur og dreki, Rómverskir kaleikar og helgiskrín, Gotneskt kirkjusilfur, Víravirki og loftskorið verk. Á eftir er útdráttur á ensku, þá myndaskrá og loks myndir af gripum úr söfnum (Þjóðminjasafni Islands og National- museum Dana). Myndirnar eru ágæt- ar, og hafa tekið þær þeir Gunnar Rúnar Ölafsson og Niéls Elswing. Ritgerð Björns Th. Björnssonar er 62 bls. Virðist hann vel lærður i listasögu og auk þess gæddur hæfi- leikum til sjálfstæðra athugana og ályktana. Er allmikinn fróðleik að finna í þessari stuttu ritgerð, vel sagt frá í stuttu máli. Er fengur að þess- ari ritgerð fyrir fróðleiksfúsa menn. Þetta afmælisrit er útgefendum og höfundum til sóma, falleg bók og eiguleg. Þorsteinn Jánsson. FJÁRMÁLATlÐINDI (janúar— september 1954), 1. hefti. Þetta er tímarit um efnahagsmál, gefið út af hagfræðideild Landsbanka Islands. Ritstjóri er forstöðumaður deildarinnar, dr. Jóhannes Nordal. hagfræðingur. Ráðgert er, að ritið komi eftirleiðis út fjórum sinmrni á ári, áskriftarverð er 25 kr. á ári. 1 inngangsorðum segir, að hér á landi sé ekki neitt tímarit, er hafi það hlutverk að birta aðgengilegar upp- lýsingar og greinir um efnahag þjóð- arinnar og fjármál, svo og ritgerðir og umræður um hagfræðileg efni. Stjórn Landsbankans hafi nú i hyggju að bæta nokkuð úr þessu með útgáfu Fjármálatíðinda og telur heppilegra að snúa sér þannig til þjóðarinnar en í pólitískum blöðum. Varla munu skiptar skoðanir um, að það sé heppi- legra. Með þessu riti verður lögð nið- ur árbók Landsbankans, rit, sem farið var að koma út, ásamt reikningum bankans, á öðru ári eftir áætlun, og þvi hálf-úrelt. 1 þessu riti verða reikn- ingar bankans birtir, er þeir eru til- búnir, og yfirleitt allt, sem verið hefur i árbókinni. Verður þetta til þess, að margar skýrslur, er bankinn safnar, koma mikið fyrr út. 1 þessu hefti er fyrst grein, er nefnist Tillögur Landsbankans í pen- ingamálum. Er þar rætt um stofnun kaupþings og notkun hreyfanlegra vaxta til að koma á jafnvægi á pen- ingamarkaðinum, einnig bent á leiðir til að afla fjár til framkvæmda, o. fl. Þá er grein eftir Ólaf Björnsson, pró- fessor: Bankarnir og lánsfjárskortur- inn. Þá er grein eftir ritstjórann, dr Jóhannes Nordal, er hann nefnir Lánsféð og skipting þess, sérlega greinargóð, stuttorð og gagnorð, uni lánsfjármarkaðinn á árinu 1953. Lýk- ur hann greininni með þessum orð- um: „Undanfarandi hefur verið vax- andi þensla í efnahagskerfinu, og henni hafa fylgt vinnuaflsskortur, gífurleg gjaldeyriseyðsla og eifiðleik- ar fyrir útflutningsframleiðsluna. Eitt höfuðskilyrði þess, að takast megi að stöðva þessa þróun, er, að dregið sé úr peningaveltunni jafnframt því,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.