Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1956, Page 30

Eimreiðin - 01.07.1956, Page 30
182 EIMREIÐIN lífsloft. En þeir þurfa að hafa efni á að kaupa bækur, ferðast mikið og reyna margt, því að þeir þurfa margt að vita og fylgjast með öllu vel. Þeir þurfa að kunna sögu sinnar þjóðar betur en aðrir menn, kynnast nýjustu rannsóknum í mörg- um greinum, því að þeir eiga að vera spámenn og spekingar, efla drenglyndi, göfga lundarfar þjóðarinnar, vera andlegir leiðtogar, laða og leiða kynslóðirnar með hrífandi ljóðum og myndum, söng og sögu fram til betra og fegurra mannlífs- Þeir eiga að aga..... „Heyr á endemi" mun nú einhver segja. „Þeir ættu þá að kunna að aga sjálfa sig.“ Satt er það. Oft hefur orðið misbrestur á því. Oft hafa listamenn hlustað of lengi á Lorelei. Oft hafa þeir setið of lengi að sumbli í höll Bakkusar. En vondir menn eru þeir aldrei. Mönnum verður oft starsýnt á þá af því, að þeir stíga hærra í gleði og falla dýpra í sorg. Þeir eru hrifnæmari en aðrir og oft hrösulli í æstri leit að gleði, fegurð og fróðleik. En vondir menn eru þeir aldrei. Guð er í listinni og agar og hryggir og gleður og göfgar sína iðkendur og aðdáendur. Listamennirnir vilja fá okkur til þess að liita þeim guði, tigna hann og fylgja honum. Og er þetta engin afguðadýrkun, heldur lögmáli bundin, lítræn þróun siðmenningarinnar. í brjósti hvers einasta manns blundar þrá til göfugra lista. Þetta er guðdómlegt náttúru- lögmál, sem kemur æ skýrar í ljós eftir því sem fleiri tæki eru fundin upp til þess að taka við oki stritsins og menn fá fleiri tækifæri til þess að líta upp, horfa í kringum sig og brosa, finna til og lifa. Þá rnunu menn smám saman leggj3 meiri stund á margs konar listir, og allir verða einhvers konar listamerin, miklir listamenn. Það er takmark mannlífs' ins á jörðunni, fagurt og hátt og hæfilegt eilífum anda 1 endalausum geimi. ☆ ☆ ☆ Dýrð stjarnanna ljómar á liæstu tindum og í dýpstu dölum. Vér getum horft á liimininn nteð jörðina undir fótum, og vér getum lundið svip þess fagra og háa í því, sem smátt er, ef vér höfum einu sinni skynjað sál náttúrunnar. Einar Benediktsson.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.