Eimreiðin - 01.07.1956, Qupperneq 35
KOSS
187
hálfgerðri leiðslu og án þess að nokkur vilji eða áhugi væri
fyrir því, alveg eins og ég gekk að hverju öðru verki á þeim
dapurlegu dögum. Ég hafði ekki komið út fyrir bæinn í
tvö ár.
Og svo settist ég inn í vagninn. Ég held, að þetta hafi verið
gamall strætisvagn, og virtist hann mjög hrörlegur. Það var
gangur eftir honum miðjum og sneru sum sætin hvert á móti
öðru, þannig að sumir farþeganna horfðu fram, aðrir aftur.
Öll fremstu sætin voru upptekin, þegar ég kom, en aftarlega
í vagninum fann ég eitt sæti, sem enginn sat í. Að vísu sneri
það þannig, að ég horfði aftur — en mér var alveg sama um
það. Ég leit á enga, sem í vagninum voru, meðan ekið var
út úr bænum, brá ekki vana í því. Fólk kom mér ekki við.
Bakpokinn með nestinu, svo og svefnpokinn, hurfu mér. Ég
gerði ráð fyrir, að vagnstjórinn, er jafnframt reyndist vera far-
arstjóri, hefði komið farangri mínum fyrir í geymslurúmi
aftur í vagninum. Mér var raunar svo yndislega sama um
þetta allt.
Við hlið mér — sætin voru aðeins fyrir tvo — sat langur
maður og mjór. Hann yrti á mig einu sinni eða tvisvar á
leiðinni upp að Rauðavatni, en ég mun hafa tekið lítt und-
ir, og hann þagnaði. Annars var mikið skrafað í vagninum.
Élest fólkið var ungt, um eða lítið yfir tvítugt. Ég geri ráð
fyrir, að langi maðurinn og ég höfum verið elztu mennirnir,
auk vagnstjórans, sem var langelztur allra, sem þarna voru
saman komnir.
Það var dumbungsveður, skýjað ágústdagsveður, þurrt
ennþá, en útlit ekki gott. Þegar austur yfir fjallið kom,
létti þó heldur til, og er upp úr byggð var komið, var fagurt
veður, sólskin og logn.
Mér var þungt í skapi að vanda. Ég hafði lítið sem ekk-
ert sofið undanfarnar nætur, var þungur í höfði, og þrátt fyrir
það, að ég tók á öllu mínu þreki — það hefur kannske ekki
verið mikið — sótti hið ógnþrungna þunglyndi að mér, svipti
til í huga mínum og bar eld að viðkvæmustu hjartarótum.
Við Gullfoss var staðnæmzt. Þá varð mér fyrst litið á þann,
er sat á móti mér —, og ég hrökk við. Það var stúlka, há og
grönn, í grárri peysu og buxum úr dökkrauðu efni, með