Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1956, Page 38

Eimreiðin - 01.07.1956, Page 38
190 EIMREIÐIN aftur. „Hvað ætli ég verði lengi að venja mig á að tala aftur, ef ég slepp úr þessari prísund?“ hugsaði ég með mér. En svo kom yfir mig bylgja af sorg og allsleysi. Hvern fjandann var ég að flækjast þetta upp í fjöll og svartar óbyggðir? Aldrei hafði ég verið hrifinn af snjó og grjóti. Svei því! Loks var komið í áfangastað, og fólk fór út úr strætisvagn- inum gamla, sem hafði dugað langt fram yfir allar vonir- Þar var fólk fyrir, — í sæluhúsum og í tjöldum, en veðrið var dásamlegt og sama hvar maður lá í svefnpoka, inni eða útx. Hlýtt og lygnt veður, eins og það getur bezt orðið, og þá er mikið sagt. Bezta veður á íslandi er gott, svo gott, að því verð- ur ekki með orðum lýst. Ég tók poka rninn og mal, fór dálítið afsíðis og fékk mér bita. Rökkur var að færast yfir, og þrátt fyrir ævilanga andúð á öræfum lands míns, þvert ofan í alla rómantík og hrika- fegurð þessa hrjósturlands, gat ég ekki annað en hrifizt af fegurð þessa kvölds — kyrrð og mikilleika fjallanna. Það dimmdi óðum. Tunglið var ekki komið upp, roði sól- ar smádofnaði á fannbreiðum jöklanna. Nú var einnig að koma sólarlag þar uppi. Rétt um miðnætti, þegar dimmt var orðið, reis ég á fæt- ur og rölti frá sæluhúsinu og tjöldunum. Ég heyrði í fjarska árnið og stefndi þangað. Ef til vill var þar foss, langt í burtu. Brátt varð kyrrðin alger, nema þessar fáu, rólegu raddir náttúr- unnar. Mér vár merkilega rótt í skapi. Harmur minn og hugar- trylling fjarlægðist, og ég var altekinn af þægilegri þreytu. Það bjannaði af tungli yfir jöklinum. í sama bili kom einhver á móti mér í myrkrinu. Hár og grannur, staðnæmdist beint frammi fyrir mér — það var hún. Hún hélt á gráu peysunni á handleggnum, var nú í hvítri peysu — ermalausri. Umsvifalaust lét hún gráu peysuna falla til jarðar, — fyrsta rönd mánans kom upp yfir jökulinn, og kalt, mjúkt skin hans féll á fölt andlit stúlkunnar. Svo vafði hún handleggjunum um háls mér og þrýsti sér upp að mér, öllum líkama sínum, grönnum og mjúkum. Og allur minn tregi, öll mín sjúklega sorg og þrá eins og leystist upp og sameinaðist þeiiri hjartasorg og söknuði eða

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.