Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1956, Page 50

Eimreiðin - 01.07.1956, Page 50
202 EJMREIÐIN koma fram hinir legurstu litir, öllum að óvörum, og veita umhverfinu hinn sérkennilegasta blæ, eins og þegar á heið- björtum sumardegi allir firðir, hafið og fjallavötnin verða skyndilega blárri en sjálft Miðjarðarhafið — og út úr basalt- hellum fjallshlíðanna stíga litir fjólunnar og enn djúpblárri blóma; eða þegar íslenzk náttúra skartar hinni mestu dýrð litaauðgi sinnar, er miðnætursól júnímánaðar vaggar á hin- um norðlæga sjóndeildarhring og málar snæviþakta tinda fjallanna hinum dásamlegustu bleiku og rauðu litum rós- anna. En fyrir hið suðræna auga er lítið um græna liti. Dal- irnir, sem teygja sig inn á milli fjallanna, eru brúnleitir og gulir, og túnin við dreifðu bæina verða eins og sjaldgæfir smaragðsteinar í visnuðu og kuldalegu umhverfi. Hins vegar býður baktjald þessa mikilfenglega sviðs upp á óendanlegan breytileika í línum og formi. Sléttar heiðar og hátindótt fjöll skiptast þar á. Upp úr víðlendum og flatneskjulegum heiða- drögum rís allt í einu snæviþakið fjall eða eldgígur, sem löngu er hættur að gjósa. Ásýnd þessa landslags er orðin til fyrir umbrot eldfjalla og jökla. Það er ekki alltaf fagurt, og stundum er það mjög ljótt. Þar sem skriðjöklamir runnu í sjó fram, skáru þeir djúpa firði úr meginlandinu og skildu eftir sig sandöldur, sem eru bezta eftirlíking náttúrunnar á gjallhaugunum við kolanámurnar í Suður-Wales. Eldfjöllin spúðu eldi og eyði- leggingu yfir landið, sprengdu i það gjár og gljúfur og þöktu það hrauni og brunagrjóti. Því er hraunið eitt aðaleinkenni hins íslenzka landslags, og sjaldan er það mjög langt undan, hvar sem ferðamaðurinn er staddur. í raun réttri er stór hluti af miðbiki landsins víðáttumikil hraunbreiða, sem nefnist Ódáðahraun. Þetta er stærsta eldhraun í heimi, og á íslandi finnast ótalmörg fleiri slík hraun, þótt smærri séu. Hraun þessi skiptast í tvo flokka. Þar sem hraunið er tiltölulega nýrunnið, hefur það mjög óreglulega og ójafna lögun. Þar standa nibbur og drangar allavega út í loftið og hafa tekiö á sig hina fáránlegustu lögun. Þessum dröngum svipar nokk- uð til „drekatannanna", sem á styrjaldarárunum voru búnar til í þeim tilgangi að hefta för skriðdreka. Þar sem hraunið hefur orðið til fyrir lok ísaldar, hafa skriðjöklarnir á yfirferð

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.