Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1956, Qupperneq 50

Eimreiðin - 01.07.1956, Qupperneq 50
202 EJMREIÐIN koma fram hinir legurstu litir, öllum að óvörum, og veita umhverfinu hinn sérkennilegasta blæ, eins og þegar á heið- björtum sumardegi allir firðir, hafið og fjallavötnin verða skyndilega blárri en sjálft Miðjarðarhafið — og út úr basalt- hellum fjallshlíðanna stíga litir fjólunnar og enn djúpblárri blóma; eða þegar íslenzk náttúra skartar hinni mestu dýrð litaauðgi sinnar, er miðnætursól júnímánaðar vaggar á hin- um norðlæga sjóndeildarhring og málar snæviþakta tinda fjallanna hinum dásamlegustu bleiku og rauðu litum rós- anna. En fyrir hið suðræna auga er lítið um græna liti. Dal- irnir, sem teygja sig inn á milli fjallanna, eru brúnleitir og gulir, og túnin við dreifðu bæina verða eins og sjaldgæfir smaragðsteinar í visnuðu og kuldalegu umhverfi. Hins vegar býður baktjald þessa mikilfenglega sviðs upp á óendanlegan breytileika í línum og formi. Sléttar heiðar og hátindótt fjöll skiptast þar á. Upp úr víðlendum og flatneskjulegum heiða- drögum rís allt í einu snæviþakið fjall eða eldgígur, sem löngu er hættur að gjósa. Ásýnd þessa landslags er orðin til fyrir umbrot eldfjalla og jökla. Það er ekki alltaf fagurt, og stundum er það mjög ljótt. Þar sem skriðjöklamir runnu í sjó fram, skáru þeir djúpa firði úr meginlandinu og skildu eftir sig sandöldur, sem eru bezta eftirlíking náttúrunnar á gjallhaugunum við kolanámurnar í Suður-Wales. Eldfjöllin spúðu eldi og eyði- leggingu yfir landið, sprengdu i það gjár og gljúfur og þöktu það hrauni og brunagrjóti. Því er hraunið eitt aðaleinkenni hins íslenzka landslags, og sjaldan er það mjög langt undan, hvar sem ferðamaðurinn er staddur. í raun réttri er stór hluti af miðbiki landsins víðáttumikil hraunbreiða, sem nefnist Ódáðahraun. Þetta er stærsta eldhraun í heimi, og á íslandi finnast ótalmörg fleiri slík hraun, þótt smærri séu. Hraun þessi skiptast í tvo flokka. Þar sem hraunið er tiltölulega nýrunnið, hefur það mjög óreglulega og ójafna lögun. Þar standa nibbur og drangar allavega út í loftið og hafa tekiö á sig hina fáránlegustu lögun. Þessum dröngum svipar nokk- uð til „drekatannanna", sem á styrjaldarárunum voru búnar til í þeim tilgangi að hefta för skriðdreka. Þar sem hraunið hefur orðið til fyrir lok ísaldar, hafa skriðjöklarnir á yfirferð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.