Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1956, Side 60

Eimreiðin - 01.07.1956, Side 60
212 EIMREIÐIN þeir þurfa að gegna skyldustörfum í höfuðborginni. Ég hef setið rnarga skemmtilega máltíðina í hinu óvenjulega and- rúmslofti staðarins, en ég vildi, að stjórnendur veitingasalar- ins gerðu sér það ljóst, að jafnvel á íslandi er óhætt að loka fyrir hitann um sumartímann. Já, blessuð Borgin! Bók þessi á að fjalla um íslenzka fugla. Það er því tínai til þess kominn, að minnzt sé örlítið á fuglana í Reykjavík. Þar eru engir spörfuglar. Þetta er Englendingum, sem til borg- arinnar koma, nokkurt undrunarefni. Að vísu má finna þar nokkrar maríuerlur og skógarþresti, einkum í kirkjugarðin- um, en þessir fuglar eru fáir. Fugl Reykjavíkur er krían, eins og vera ber í þessari borg norðurhafsins. Litli hólminn í Tjörninni er hvítur fyrir kríum, en fáeinar tamdar stokk- endur reyna af veikum rnætti að ná þarna fótfestu. Þær standa einnig á steinbrúninni umhverfis Tjömina og reyna að sýn- ast hinar tígulegustu og láta eins og ekkert sé, þannig, aó hin fágaðasta dúfa í Hyde Park gæti verið hreykin af. Öllu betur tókst þó einni kríunni, sem sat á bifreiðastæðinu á Þingvöllum og hreyfði sig hvorki fyrir mönnum eða farar- tækjum, en hellti skömmum sínum yfir hvern þann, sem dirfðist að koma of nálægt henni, en kríur eru hreinustu snillingar í því að skammast, eins og við vitum. Tjörnin og túnin þar í kring, ásamt einu litlu birkirjóðn, dregur til sín aðra fugla. Svanirnir þar eru vængstýfðir. Vað- fuglarnir, sem þangað koma á hverju vori, eru hins vegar villtir. Þegar Englendingur einn sá heilan flota af óðinshön- um með rauða bringu koma siglandi á móti sér, flaug lionunr í hug, hver áhrif það myndi hafa, ef jafnstór hópur þessara fugla heimsækti tjörnina í Hyde Park í Lundúnum. Á íslandi virtist enginn gefa þessu neinar sérstakar gætur, því að þar er þessi yndislegi litli fugl jafnalgengur og hann er sjald- gæfur í Bretlandi. Spóar, heiðlóur og stelkir spígsporuðu um túnin, en hurfu fljótt inn í birkilundinn, þegar þeim þótti við gerast of nærgöngulir. Það er aðeins með því að fara utan, að fuglafræðingurinn lærir að meta sína eigin fugla og skoðar þá í réttu ljósi. Við höfnina eiga fuglarnir auðvitað einnig sína fulltrua* Krían er hvarvetna, alltaf tilbúin að stinga sér eftir sílum

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.