Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1956, Blaðsíða 60

Eimreiðin - 01.07.1956, Blaðsíða 60
212 EIMREIÐIN þeir þurfa að gegna skyldustörfum í höfuðborginni. Ég hef setið rnarga skemmtilega máltíðina í hinu óvenjulega and- rúmslofti staðarins, en ég vildi, að stjórnendur veitingasalar- ins gerðu sér það ljóst, að jafnvel á íslandi er óhætt að loka fyrir hitann um sumartímann. Já, blessuð Borgin! Bók þessi á að fjalla um íslenzka fugla. Það er því tínai til þess kominn, að minnzt sé örlítið á fuglana í Reykjavík. Þar eru engir spörfuglar. Þetta er Englendingum, sem til borg- arinnar koma, nokkurt undrunarefni. Að vísu má finna þar nokkrar maríuerlur og skógarþresti, einkum í kirkjugarðin- um, en þessir fuglar eru fáir. Fugl Reykjavíkur er krían, eins og vera ber í þessari borg norðurhafsins. Litli hólminn í Tjörninni er hvítur fyrir kríum, en fáeinar tamdar stokk- endur reyna af veikum rnætti að ná þarna fótfestu. Þær standa einnig á steinbrúninni umhverfis Tjömina og reyna að sýn- ast hinar tígulegustu og láta eins og ekkert sé, þannig, aó hin fágaðasta dúfa í Hyde Park gæti verið hreykin af. Öllu betur tókst þó einni kríunni, sem sat á bifreiðastæðinu á Þingvöllum og hreyfði sig hvorki fyrir mönnum eða farar- tækjum, en hellti skömmum sínum yfir hvern þann, sem dirfðist að koma of nálægt henni, en kríur eru hreinustu snillingar í því að skammast, eins og við vitum. Tjörnin og túnin þar í kring, ásamt einu litlu birkirjóðn, dregur til sín aðra fugla. Svanirnir þar eru vængstýfðir. Vað- fuglarnir, sem þangað koma á hverju vori, eru hins vegar villtir. Þegar Englendingur einn sá heilan flota af óðinshön- um með rauða bringu koma siglandi á móti sér, flaug lionunr í hug, hver áhrif það myndi hafa, ef jafnstór hópur þessara fugla heimsækti tjörnina í Hyde Park í Lundúnum. Á íslandi virtist enginn gefa þessu neinar sérstakar gætur, því að þar er þessi yndislegi litli fugl jafnalgengur og hann er sjald- gæfur í Bretlandi. Spóar, heiðlóur og stelkir spígsporuðu um túnin, en hurfu fljótt inn í birkilundinn, þegar þeim þótti við gerast of nærgöngulir. Það er aðeins með því að fara utan, að fuglafræðingurinn lærir að meta sína eigin fugla og skoðar þá í réttu ljósi. Við höfnina eiga fuglarnir auðvitað einnig sína fulltrua* Krían er hvarvetna, alltaf tilbúin að stinga sér eftir sílum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.