Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1956, Page 67

Eimreiðin - 01.07.1956, Page 67
LOKAHRÍDIN 219 Hún fór úr vagninum á endastöðinni, hélt heim að húsi, sem sneri út að járnbrautinni. Þar bjó Dai, föðurbróðir hennar, sem var smurningsmaður á brautarstöðinni og veð- niálamangari í tómstundum sínum. Dai var óheimskur, þeg- ar um fjármál var að ræða, en þó vel viðmælandi. Kona hans skenkti te, þegar hún hafði heyrt fréttirnar. Hún þóttist sjá, að Megan gréti þurrum tárum og hagaði orðum sínum eftir því. ,,Og hvað hyggst þú svo fyrir?“ spurði hún, því að enn var Megan að vissu leyti glæsileg; hún bar vel hatt, hörunds- blær hennar var hraustlegur og tennur hennar fallegar. Meg- an leit vel út — ennþá. „Fyrst um sinn verð ég að reyna að livíla mig dálítið," svaraði Megan, „hvíla mig dálítið úti í Vesturvík — og hugsa málin.“ „Þú ættir nú að vera dálítið varkárari, þegar þú giftir þig aftur,“ mælti kona Dais hvatskeytslega. „Hann liélt mér lokaðri inni!“ sagði Megan og var nú æst. „Já, hreinræktaður íhaldsseggur, — það verður ekki af hon- nnr Sam þínum skafið. Eiginkona, það var eins og hvað ann- að, sem maður eignaðist í eitt skipti fyrir öll." Klukkan tólf kom Dai heirn til að snæða hádegisverð. Hon- um græddist meira fé á tómstundaiðju sinni en atvinnunni við brautina, og honum var ekki kalt til frænku sinnar. Meg- an dró líftryggingarbók Sams upp úr tösku sinni. Þar voru ullar hinar vikulegu skyldugreiðslur skráðar eins og vera bar. „Og svo koma skaðabæturnar frá félaginu,“ bætti hún við. „Bevan, sem býr í næsta húsi við mig, fékk tvö hundruð ster- Bngspund, Jregar hann Emlyn hennar fórst.“ Megan bað föðurbróður sinn um skyndilán, sextíu og fimm Pund, þar sem það mundi áreiðanlega verða vika, eða ef til MU meira, þangað til þeir í líftryggingafélaginu hefðu lokið rannsókninni og teldu sér henta að láta peningana af hendi. i ynir þennan greiða væri hún fús til að borga honum tvö pund 1 vexti. Hann gæti haldið iðgjaldabókinni að veði; síðan ^Rindi hún tala við þá í líftryggingafélaginu og segja þeim, að Dai, föðurbróðir hennar, hefði tekið málið að sér. Sjálf

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.