Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1956, Qupperneq 87

Eimreiðin - 01.07.1956, Qupperneq 87
RITSJÁ 239 sé Anonymus, sem kunnur hefur orðið lyrir þýdd og frumsamin kvæði undanfarin ár. Hér er svo braut hans brotin áfram og hærra í drjúgum áfanga. Jóhannes hefur átt í örlagaríkri baráttu við sjálfan sig áratuginn eftir „Sól tér sortna". Maðurinn varð fyrir vonbrigðum, þrátt fyrir ótvíræða sigra margra ágætra ljóða, sem hafa skipað hon- um á fremsta bekk skáldaþingsins. Jóhannes hefur verið helzt til bund- inn af rímleikni sinni og skáldskap- urinn goldið hagmælskunnar. Þess vegna var honuni nauðsynlegt að freista endurnýjunar. Þeirri köllun hlýddi hann sem Anonymus, en gegnir nú réttu nafni í þessari við- leitni. Raunar orti Jóhannes áður órímuð kvæði með ágætum árangri, en í „Sjödægru" færist hann meira í fang en fyrr. Hann gengur til móts við atómskáldin, án þess að gleyma fortíðinni eða hafna reynslu hennar. Og vissulega var tími til þess kominn, að hann reyndi að segja skilið við fjötra rímsins. Árangurinn er nteð þeim liætti, að teljast hlýtur stórsigur skáldsins og fulltrúa nýju ljóðlistarinnar á ís- landi, sem margir fordæma, en eru þó í senn skemmtilegir uppreisn- armenn og ærin framtíðarvon. — ,,Sjödægra“ er ein af beztu ljóða- bókurn Jóhannesar úr Kötlum. Hér kemur liann fram á sjónarsviðið nýr og lieill eins og ungur væri. Sumum mun finnast bókin ein- kennast af ungæðishætti. Sú álykt- un á nokkurn rétt á sér. Jóhannes hefur sjaldan ort heilsteypt kvæði eða óaðfinnanleg, þrátt fyrir sína snörpu spretti. Enn á hann erfitt með að smíða úr efniviðnum svo haglega gripi, að fullkomnir geti kallazt. Samt kann hann betur til verka en áður. Hugkvæmnin er rík- ari, frjálsræðið meira og úrlausn- irnar stórmannlegri. Hins vegar virðist skáldið ekki hafa náð jafn- vægi þjálfunar og vinnubragða. Jóliannesi bregzt bogalist aukaat- riðanna. Hann spillir oft góðum kvæðum með hálfunnum eða van- hugsuðunt ljóðlínum, þó að aðal- atriðin séu í ágætu lagi. Eigi að síður er skáldskapurinn í „Sjö- dægru“ virðingarvert afrek. Sum ljóðin þola samanburð við það, sem Jóhannes hefur bezt gert í fyrri kvæðabókum sínum, og útkoma meðaltalsins dæmist hærri en þar. Skáklið er á réttri leið í leit og sókn. Jóhannes reynist þeim vanda vaxinn að endurnýjast og sameina fortíð, nútíð og framtíð. Hann er sjálfstæðara skáld, frumlegra og vandvirkara. Undirritaður rekur ekki við þetta tækifæri einstök dæmi órímuðu kvæðanna í „Sjödægru" þessu til rökstuðnings, þó að vert væri. Hér verður látið sitja við niðurstöðuna. En bókin er merkilegt rannsóknar- efni um þroska skáldsins og þróun íslenzkrar ljóðlistar. Og því fer víðs fjarri, að Jóhannes úr Kötlum glati rímleikni sinni í nýju viðleitninni. Sönnun þess, að hagmælska lians sé hér í æðra veldi, er kvæðið Ýskelfir. Þar verður ríntið að lúta hugsuninni, en ekki hugsunin rím- inu: Eg litjuridaarinn rakti við stjörnuskin hinn rökkvaða skóg með hjartað í bláum loga og sofandi jörðin hrökk upp við dimman dyn og dauðinn þaut í himinsins spennta ltoga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.