Eimreiðin - 01.01.1964, Blaðsíða 19
EIMREIÐIN
7
tindi lærdómsiðkana. IJað votta ýmsar heimildir, bæði annálar og
Brehons lög, að þessar þrjár fræðigreinar hafi verið alveg aðgreind-
ar á sjöttu til tólftu öld, að þær hafi verið kenndar af ýmsum
kennurum og í sérstökum skólum, og að þessir kennarar hafi venju-
íega, en ekki ávallt, verið veraldlegir fræðimenn. Gerður var skýr
greinarmunur á barða og skáldi eða file. Barðinn var ekki sér-
■nenntaður, en honum voru skáldgáfan og sönggáfan meðfæddar.
Hann var ekki útskrifaður úr neinum skáldaskóla. Öðruvísi var því
háttað um skáldið, sem nefndist file. Það var þjálfað í öðrum levnd-
ardómum keltneskrar ljóðagerðar; það gat ort undirbúningslaust;
Það kunni ákveðinn fjölda viðurkenndra ljóða og ævintýra og var
tnenntað til að þylja þau fyrir konungum og höfðingjum, bæði í
veizluhöll og á orustuvelli. Það gat verið loftunga jafnt sem háð-
ll'gl. Því og félögum þess öllum voru ætluð ómakslaun og fram-
isrsla; þeim varð hvorki synjað fæðis né húsaskjóls.
Laerdómstími ljóðskáldanna stóð í tólf ár, og var það erfitt nám;
auk þekkingar á sjö mismunandi gerðum ljóða, sem ætlast var til
að Ollave-skáldin gætu ort undirbúningslaust, áttu þau að kunna
utan bókar 250 langar sögur, 100 stuttar sögur og geta sagt þær
iúlki. Til viðbótar þessu átti hið lærða skáld að geta sett saman
u°kkrar stuttar sögur í eina langa, og halda sumir fræðimenn því
jram, að sú aðferð hafi verið notuð við samningu meistaraverks-
Uls uiikla Njáls sögu. Ef til vill hefur fyrsti skólinn af þessari gerð,
Sem heimildir eru um, verið Tuin Drecam-skólinn. Hann var án
efa
einn af mörgum liliðstæðum stofnunum á Irlandi í fornöld.
°rg ævintýri, sem sögð voru, voru frumstæð og rómantísk að efni,
en eirunitt af þeim ástæðum voru þau afar vinsæl þar í landi. Meðal
I essara ævintýra voru ævintvri af orustum, sjóferðum, gripdeildum,
Sorg og dauða.
Sögu- eða annálaskáldin virðast hafa talizt til sérstakrar starfs-
stettar á írlandi í þennan tíma. Þeim var skylt: a) að færa í letur
atburði, styrjaldir, sigurhátíðir konunga og höfðingja; b) varðveita
^dartölur og skilgreina sérréttindi göfugra ætta; c) staðfesta og
Utskýra takmörk og yfirgrip konungdómsins og yfirráðasvæði prinsa
°g höfðingja.
Lróðlegt gæti verið að nefna nöfn nokkurra stórmenna, sem
Uunið hafa hjá írskum kennurum. Ósvaldur hinn helgi (d. 642),
j°nungur að Bernica á Norðymbralandi, nam í írska skólanum á
°iraey. Hann fékk með sér munka frá Ionu og kristnaði þegna