Eimreiðin - 01.01.1964, Blaðsíða 21
EIMREIÐIN
9
um lengri tíma, var Dyflinn (Dubh-Linn, svarta tjörnin), sem reis
upp við vað eitt á Liffey. Hún var stofnuð 841 af sonum Norð-
Rtannakonungs nokkurs. Þeir misstu hana og unnu aftur, og að
lokum varð hún höfuðborg í ríki, senr yfir réðu konungarnir ívar
°g Olafur. Ólafur konungur hinn lrvíti réð yfir því frá 853 til 871.
Onnur ríki komu á eftir: Limeric 860; Wexford, Cork, Carling-
I°íd, Wicklow og Waterford, sem var formlega stofnað ríki 914.
Ekki leið á löngu, unz lrinir tveir kynflokkar tengdust hjóna-
þöndum og blönduðu blóði saman. Fyrir því flýttu innbyrðis skærur
rra, sem voru algengar. Og til öryggis tryggðu þeir sér aðstoð Norð-
manna, sem voru frægir fyrir hreysti í orustum. Þannig voru sam-
bmis norsk-írskir bandamenn annars veaar or írsk-norskir á hinn
u°ginn.
Hinar nýstofnuðu borgir á írlandi höfðu eigi síður verzlunar-
Sarnband við England en við meginlandið, og Norðmenn réðu
orlögum írlands, enda þótt þeir réðu ekki yfir innsveitum þess.
Uin sömu mundir flæddu Norðmenn yfir Vestureyjar: Hjaltland,
Orkneyjar, Suðureyjar og Mön, en þær höfðu þá verið hernumdar
al Irum og Skoturn. Kynkvíslirnar blönduðust fljótt. Árin 856 og
857 gerðu Norðmenn og írar bandalög með sér í ýmsum byggðar-
logum írlands: í Meath, Ulster og Munster. Þar var kynslóðin,
Seiu kom eftir hernánt Norðmanna á eyjunum. Sumir töluðu bjag-
a®a úsku, aðrir bjagaða norsku.
I Skotlandi brutu Norðmenn undir sig allt Dalriatic-hérað í
Argyle, einnig Cunningham, Ayreshire, Galloway og Norður-Sol-
'vayfjörð. Þorsteinn rauði, sonur Ólafs hvíta, konungs í Dyflinni,
°g Sigurður jarl í Orkneyjum lögðu undir sig Katanes, Sutherland,
E-oss og Moray. En Þorsteinn var brátt veginn í orustu, og lands-
!llenn unnu aftur allt þetta svæði, að undanskildu Katanesi og
^utherland. Þessi tvö héruð voru síðan nátengd Orkneyjum í langan
Úma.
Eyrir 880 réðu ýmsir yfir Vestureyjum tíma og tíma, en þá náði
norskur jarl varanlegum yfirráðum yfir þeim. Norðmenn blönd-
uðust Keltum hindrunarlaust í Vesturvegi. G. Turville-Petre segir
’ 'rók sinni Origin of Icelandic Literature: „Landnemar íslands
°mu ekki allir frá Noregi. Talsverður hluti kom úr norsku ný-
endunum í Bretlandseyjum, einkum frá írlandi og Suðureyjum.
r etta fólk var afsprengi Norðmanna, sem höfðu yfirgefið heimili
Sln einum eða tveimur mannsöldrum áður til jress að búa í kelt-