Eimreiðin - 01.01.1964, Blaðsíða 50
Fyrir handan furðugættir
II
Sigurður Helgason rithöfundur tók saman
og bjó til prentunar.
Afbrot, dómur og refsing.
(Frá manntalsþingi á Skorrastað i Norðfirði 29. aþril 1121■)
Auglýst, að Guðmundur Rögnvaldsson, eigingiftur maður, og
horlaug Arngrímsdóttir, ógift kona, hafi barn átt á þessum vetri,
hans annað, en hennar fyrsta hórdómsbrot.
Guðmundur — með aðstoð sveitarmanna — kvittaði hér á þing'
inu við sýslumanninn beggja þeirra hórdómssekt til 18 rnarka (2'1
ríkisdalir)1). Að þessu gjörðu hóf sýslumaðurinn að tala við Guð-
mund Rögnvaldsson um það líkamlegt straff, sem honum byrjaði
að líða fyrir þetta brot sitt að auki áður betalaðrar hórdómssektar,
og tilbauð Guðmundur sig strax ljúflega og tregðulaust að úttaka
það straff, sem hann ætti að líða fyrir þetta sitt brot eftir vægðar-
sömu áliti valdsmannsins og aðra (svo) góðra manna, hvar fyrir vel-
nefndur sýslumaðurinn, Jens Pétursson Wium, oss alla áður skrif-
aða þingmenn2) í dóm með sér kvaddi til að meta, hvaða refsingu
Guðmundur ætti að hafa eftir Stóra dómi fyrir þetta sitt meðkennt
1) 24 ríkisdalir specie voru á þessum tíma mjög nærri 45 þús. kr. nú.
2) „------oss alla áður skrifaða þingmenn" — liér mun átt við þingvottana
átta að tölu, sem frarn að þessu liöfðu verið dómendur bæði á manntalsþinguin
og öðrum þingum og voru þeir þá jafnan kallaðir þingmenn, en aðrir voru
ekki nefndir svo, þó að þeir væru viðstaddir á þingunum. Sýslumennirnir til-
nefndu þingmennina (þingvottana eða — vitnin síðar) strax og þeir höfðu lýst
þingin sett. — „Oss alla----“. Af þessu orðalagi má sjá, að einhver hinna átta
þingmanna hefur upphaflega skrifað þetta, sem hér er tekið upp, enda saina
sem víst, hver jiað hefur verið — efalaust Þorsteinn Sigurðsson sýslumaður 1
norðurhluta Múlasýslu, sent jafnframt var aðstoðarmaður Jens sýslumanns
Wiums frá því að hann kom fyrst til sýslumannsstarfa (1718 til 1736).