Eimreiðin - 01.01.1964, Blaðsíða 32
20
EIMREIÐIN
kemur, að aðaleinkenni sjúklings eru frá slíkum meinvörpum, og
er þá oft ranglega álitið, að eingöngu sé um að ræða sjúkdóm í þVI
líffæri eða þeim líffærum, þar sem meinvörpin eru komin. Nefna
má sem dæmi, að sjúklingur með meinvörp í heila frá lungnakrabba,
getur haft siimu einkenni og koma fram við æxli, sem eiga upptök
sín í heilanum, og er hætt við, að læknum sjáist þá yfir upphaflega
æxlið í lunganu.
Mikill slappleiki, þreyta, lystarleysi, blóðleysi og megrun táknai
oftast, að æxlið er orðið stórt, hefur breið/t út og því minni von
um lækningu.
Æxli, sem á upptök sín efst í lunga, veldur oft sárum verk fram
í handlegg, kulda og dofatilfinningu og jafnvel lömunum vegna
þess, að Jrað Jrrýstir á eða vex inn í æðarnar og taugarnar, sem liggj3
út í handlegginn.
Ég lief nú í stórum dráttum lýst helztu einkennum sjúkdómsins,
en ekkert Jreirra er sérkennandi fyrir krabbamein, heldur geta átt
sér stað við ýmsa aðra sjúkdóma í lungum.
Jafnframt hef ég vakið athygli á því, að lengi geta sjúklingai
verið alveg einkennalausir. Hversu langur tírni líður frá því æxh
er sjáanlegt á röntgenmynd og þar til sjúklingarnir fá einkenni,
er sjálfsagt mjög breytilegt, frá nokkrum mánuðum og upp í nokkut
ár. Það skiptir miklu máli, að sjúkdómurinn sé greindur fljott.
Því fyrr sem sjúklingar komast í hendur skurðlækna, Jreim mun
meiri von er um algjöran bata.
í flestum löndum bera skýrslur með sér, að einkenni hafa verið
fyrir hendi 7—8 mánuði að meðaltali, þegar sjúklingar eru vistaðn
á handlæknisdeildum. Oftast stafar Jretta af kæruleysi sjúklinganna
sjálfra og fákunnáttu, en einnig getur Jró þessi háskalega töf stafað
af andvaraleysi og vanþekkingu Jreirra lækna, sem sjúklingarnn
leita upphaflega til.
Hér er ekki sneitt að íslenzkum læknum sérstaklega, ástandið '
þessum efnum mun ekki vera verra hér en annars staðar. Með þVI
að fræða almenning og lækna um einkenni og gang Jressa gel8'
vænlega sjúkdóms, ætti að vera kleift að stytta verulega eða afm<1
með öllu þennan biðtíma. Með bættum og nýjum rannsóknarað'
ferðum og hóprannsóknum ætti að vera unnt að finna fjölda sjúkj'
inga, sem eru einkennalausir og með sjúkdóminn á byrjunarstigi-
Við greiningu sjúkdómsins er röntgenmyndataka bezta hjálp111-