Eimreiðin - 01.01.1964, Blaðsíða 81
EIMREIÐIN
69
tala við þig um móður þína og
sjalfan mig,“ sagði i'aðir liennar
lágróma, en í sömu andrá brakaði
uggvænlega í brúnni og hesturinn
tauk af stað. Þegar faðir hennar
hafðli náð öruggu taumhaldi á
skelfdu dýrinu, voru þau komin
lnn á götur bæjarins, og þá var
hann sjálfur á ný orðinn hnepptur
1 fjötra sinnar eðlislægu uppburð-
ai'lausu jragnar.
Mary sat í myrkrinu við skrif-
st°fugluggann og sá þegar faðir
hennar ók inn í götuna. Þegar
öann hafði skilað af sér hestinum,
f-om hann ekki, eins og venja hans
yar> þegar í stað upp stigann og
lnir í skrifstofu sína, heldur stóð
Unr stund kyrr í skugganum við
hesthússdyrnar. Svo lagði hann af
stað yfir götuna, en hvarf svo aft-
Ur inn í skuggann.
Mennirnir, sem höfðu setið
þarna siðastliðna tvo klukkutíma,
fóru nú að þræta um eitthvað. Jack
f'isher, næturvörðurinn, hafði ver-
að segja hinum sögu uin orustu,
sem hann hafði tekið þátt í, meðan
a óorgarastyrjöldinni stóð, og Duke
^ etter hafði farið að erta hann.
Næturvörðurinn reidclist, greip
stafinn sinn og haltraði fram og
aftur. Hávær rödd Dukes Yetter
yfitgnæfði skræka, reiðilega rödd
n*turvarðarins. „Þú hefðir átt að
li(ðast á þennan náunga. Ég segi
Þér satt, Jack. Já, herra minn, þú
fief'ðir átt að ráðast á þennan
ftrokagikk og þegar þú varst búinn
a® ná tökum á honum, hefðirðu
att að berja hann sundur og saman,
femja úr honum gorgeirinn. Það
myndi ég hafa gert,“ hrópaði Duke
og rak upp ögrandi skellihlátur.
„Með jtví hefðir þú sett allt í bál
og brand,“ svaraði næturvörðurinn,
fullur máttvana bræði.
Gamli hermaðurinn gekk burtu
niður götuna, með hlátrasköll Duk-
es og félaga hans á hælum sér.
Barney Smithfield kom nú aftur,
eftir að hafa komið hesti læknisins
á sinn stað og lokaði hesthússdyr-
unum. Ljósker hékk yfir dyrun-
um og dinglaði til og frá. Cochran
læknir lagði aftur af stað yfir göt-
una og þegar hann kom að stigan-
um, sneri hann sér við og hrópaði
glaðlega til mannanna: „Góða
nótt.“ Mild sumargolan blés laus-
um hárlokki niður á vangann á
Mary, þar sem liún sat við glugg-
ann ,og hún stökk á fætur, eins og
hönd utan úr myrkrinu hefði snort-
ið hana. Hundrað sinnum áður
hafði hún séð föður sinn koma
heim úr ökuferð að kvöldi til, en
aldrei áður hafði liann yrt einu
orði á slæpingjahópinn við hest-
húsdyrnar. Hún hafði það á til-
1 inningunni, að það væri ekki faðir
hennar, heldur einhver annar mað-
ur, sem nú var á leiðinni upp stig-
ann.
Þungt, dragnandi fótatakið
glumdi við frá timburstiganum, og
Mary heyrði föður sinn leggja frá
sér litlu, ferstrendu meðalatöskuna
sína. Enn var honum svo undarlega
og hjartanlega glatt í geði, en í
huga hans var allt á ringulreið.
Mary þóttist sjá móta fyrir honum
í dyragættinni. „Konan er búin að
eignast barn,“ sagði glaðleg rödd-