Eimreiðin - 01.01.1964, Blaðsíða 47
EIMREIÐIN
35
druidisku launhelgarnar. Nýliðar eða ungbræður báru röndótta
hufla með bláum, grænum og hvítum lit, en það voru þrír helgi-
^rtir Drúída-reglunnar.
hriðju regludeildarmenn voru svo kallaðir Drúídar. Höfuðverk-
efni þeirra var að sjá um trúarlegar þarfir fólksins. Til þess að
na þeirri tignarstöðu urðu menn að hafa verið Bardar áður. Drú-
'darnir voru alltaf hvítklæddir, og var það táknrænt fyrir hrein-
leika þeirra og jafnframt var sá litur notaður til þess að tákna
sólina.
I il þess að ná hinni háleitu stöðu Erki-Drúída, sem var andlegur
höfðingi reglunnar, þurfti prestur að hafa tekið hin sex stig Drúída-
reglunnar. Talið er, að reglubróðir hafi verið kosinn til þessarar
úgnarstöðu úr hópi lærðustu manna úr æðri deildum Drúída-
reglunnar, sökum dyggða sinna og hreinleika.
Hinn mikli franski didfræðingur og fræðimaður um leynireglur,
f'-liphas Levi, segir, að Drúídar hafi verið strangir bindindismenn,
higt stund á náttúruvísindin, gætt leyndardóma sinna af kostgæfni,
°g ekki hleypt nýjum bræðrum í regluna fyrr en eftir langan bið-
úma og nána athugun. Margir reglu-prestar bjuggu í byggingum,
Sem líktust klaustrum nútímans. Þeir lifðu í skipulögðum hópum,
etns og meinlætamenn Austurlanda. Þótt einkvæni hafi ekki verið
higboðið, kvæntust fáir. Margir Drúídar sneru alveg baki við heim-
lnum og lifðu í einveru í hellum, hrjúfum steinhýsum eða smá-
hofum langt inni í skógum. Þar lögðu þeir stund á bænahald og
hugleiðingu og birtust einungis til jiess að gegna trúarlegum skyldu-
störfum sínum.
I bókinni „Tiu merk trúarbrögð“ eftir James Freeman Clarke
er því, sem Drúídar trúðu, lýst með þessum hætti: „Drúídar trúðu
a þrjá heima og flutning frá einum til annars: Heim ofar jressum
heimi, þar sem hamingjan ríkti; helheima fyrir neðan og svo nú-
yerandi ástand. Flutningur milli heimanna þjónaði jreim tilgangi
umbuna eða refsa og jafnframt hreinsa sálina. Þeir héldu því
ham, að í þessum heimi væri slíkt jafnvægi milli góðs og ills, að
uiaðurinn hefði fyllsta frjálsræði til þess að velja eða hafna, hvoru
t'm sig.“
Eins og tíðkaðist í næstum öllum launhelgum, skiptust kenning-
ar Drúída í tvo aðgreinda flokka. Einfaldari kenningin, sem fólst
1 siðferðilegum boðorðum, var boðuð öllum almenningi, en liin
^Ýpri, leynda kenning var einungis opinberuð innvígðum prestum.