Eimreiðin - 01.01.1964, Blaðsíða 73
EIMREIÐIN
61
einhvern lil að drepa ]>ig,“ æpti
hún.
Mary gekk eftir veginum og nið-
ur hæðina í áttina til Wilmott
■^treet. Samhengislaus slitur af sög-
unni um móður hennar, sem árum
saman hafði verið á vörum íbúana
1 Huntersburg, höfðu komizt henni
til eyrna. Það var sagt, að sumar-
kvöld eitt fyrir löngu síðan hefði
móðir hennar horfið á brott, og
að ungur bæjar-róni, sem hafði lagt
það í vana sinn að slæpast fyrir
utan hesthús Barneys Smithfields,
hefði farið með henni. Nú ætlaði
annar ungur róni að gera sér dælt
við hana. Hugsunin um það gerði
hana hamslausa af bræði.
Hún braut heilann ákaft og
feyndi að láta sér detta í hug eitt-
hvert vopn, sem hún gæti notað
til þess að gefa Duke Yetter enn
otvíræðari ráðningu. í örvæntingu
sinni varð henni hugsað til föður
síns, sem nú var farinn að heilsu
°g dauðvona. „Faðir minn bíður
aðeins færis til að drepa einhvern
svona skíthæl eins og þig,“ hrópaði
hún og sneri sér að unga mann-
•num, sem hafði tekizt að losa sig
hr vínviðarflækjunni í aldingarð-
tnum og kom nú á eftir henni á
veginum. „Föður minn langar ein-
ntitt til að drepa einhvern, vegna
allra lyganna um móður mína, sem
gengið hafa mann frá manni í þess-
um bæ.“
Um leið og hún hafði þannig
látið undan tilhneigingu sinni til
að hafa í hótunum við Duke Yetter,
sárskammaðist hún sín fyrir að
hlaupa þannig á sig, tárin streymdu
úr augum hennar og hún hraðaði
för sinni sem mest hún mátti. Duke
Yetter fylgdi henni fast eftir, nið-
urlútur og skömmustulegur. „Ég
ætlaði ekki að gera neitt illt af mér,
ungfrú Cochran,“ svaraði hann
í bænarrómi. „Ég ætlaði ekki að
gera neitt illt. Segið ekki föður yð-
ar frá þessu. Ég var bara að gera
að gamni mínu við yður. Ég segi
yður satt. Ég meinti ekkert illt með
þessu.“
Birta sumarkvöldsins var tekin
að dvína og andlit fólksins líktust
litlum, ávölum tunglum, þar sem
það stóð í hópum í kvöldhúminu
við fordyri húsanna eða girðing-
arnar í Wilmott Street. Raddir
barnanna voru orðnar lágt'ærar og
þau stóðu nú líka í smáhópum hér
og þar. Þau þögnuðu á meðan
Mary gekk framhjá, stóðu kyrr og
horfðu upp á hana, starandi aug-
um. „Ungfrúin á víst heima ein-
hvers staðar ekki langt í burtu.
Hún hlýtur að vera allt að því ná-
granni okkar,“ heyrði hún kven-
rödd segja á ensku. Þegar hún leit
við, sá hún aðeins hóp hörunds-
dökkra manna standa þar fyrir ut-
an eitt húsið. Innan frá húsinu
barst kvenrödd, sem var að raula
barn í svefn.
Ungi ítalinn, sem kallað hafði
til hennar fyrr um kvöldið, kom
gangandi eftir gangstéttinni og
beygði skyndilega til hliðar inn í
myrkrið, auðsjáanlega á leið til
sinna sunnudagskvölds-ævintýra.
Hann hafði klæðst sunnudagsföt-
unum sínum, sett upp „derby“-hatt,
hvítan, stífan flibba og rautt háls-