Eimreiðin - 01.01.1964, Blaðsíða 28
16
EIMREIÐIN
landi. (1910 voru flutt inn 1285 kg. a£ vindlingum, en 1949 129100
kg. og neyzla hvers íbúa var 1913 0.03 ensk pund, en 1947 1.30 ensk
pund) og síðustu árin hafa reykingar aukizt jafnt og þétt.
í dagblöðunum höfum við lesið þær hörmulegu staðrevndir, að
30—50% nemenda í sumum barna- og unglingaskólum höfuðhorg-
arinnar reyki.
Það er góðra gjalda vert, að heilbrigðisyfirvöldin fræði skóla-
nemendur um skaðsemi reykinga og láti einskis ófreistað að fá þa
til að leggja þær niður. Auðveldast er að ná til þeirra í skólunum,
en þar hafa þó efalaust fæstir þeirra lært þennan ósið. Ætli það se
ekki einhver brestur í uppeldinu hjá okkur. Börn og unglingar
hafa oft og tíðum mikil fjárráð og vantar verkefni við sitt hæfi-
Þau leiðast þá út í þessa vitleysu af rælni, kjánaskap og agaleysi-
E. t. v. er erfitt fyrir þá foreldra, sem reykja mikið, að banna börn-
unum að gera slíkt liið sama. Foreldrarnir hafa þó þá afsökun,
að þegar þeir hófu reykingar, var ekki vitað, hversu skaðsemi tób-
aksneyzlu getur verið mikil.
Ég er ekki með þessum orðum að gerast uppalandi eða vand-
lætari. Ætlun mín er að gera að nokkru skil þeim þætti þessa vanda-
máls, sem mér finnst hafa orðið verulega útundan í umræðum °8
skrifum, en það er: Hver eru einkenni sjúkdómsins og hvað er unnt
að gera fyrir þá sjúklinga sem fá krabbamein i lungu? Þeir eru
alltof margir, sem álíta, að þessi sjúkdómur sé ávallt ólæknandi og
því sé tilgangslaust að leita læknis, ef þeir fá einkenni, sem benda
til sjúkdómsins. Þetta er regin villa. Ef sjúklingarnir finnast, þegal
sjúkdómurinn er á byrjunarstigi eða hefur ekki vaxið lengi, Pa
eru batahorfurnar góðar.
Þegar við tölum um æxli eða mein, er átt við sjúklega samsöfnun
frumna af einni eða fleiri tegundum. Frumur þessar skipta set
og þeim fjölgar ört, og þær lúta ekki lengur lögmálum líkariians.
Æxlisfrumurnar eru líkar frumum þess líffæris, sem æxlið vex i,
en eru þó frábrugðnar nokkuð, bæði misstórar og óreglulegar þegar
um illkynja æxli er að ræða. lllkynja æxli vaxa mun hraðar en þal1
sem góðkynja eru, en aðalmunurinn er þó, að þau virða ekki nein
vefjaskil eða líffæratakmörk, heldur stækka jafnt og þétt, skjóta
öngum út í umhverfið og vaxa inn í og í gegnum æðar, taugal>
vöðva og jafnvel bein, og líkaminn hefur engin tök á því að halda
þeim í skefjum eða hefta útbreiðslu þeirra til lengdar. Æxhs-
frumur berast síðan frá upphaflega æxlinu með sogæðum í a®'