Eimreiðin - 01.01.1964, Blaðsíða 29
EIMREIÐIN
17
liggjandi eitla eða líffæri og með blóðinu geta þær borizt til fjar-
lasgra líffæra og taka þá til að vaxa þar. Þetta kallast meinvörp
eða útsæði æxlisins. Það gefur auga leið, að þegar æxli hefur myndað
þannig útsæði í öðrum líffærum, er ekki unnt að uppræta sjúk-
dóminn að fullu, jafnvel þó að kleift reynist að nema brott upp-
haflega æxlið.
Tala má um 4 stig við myndun og vöxt lungnakrabbans.
byrjunar- eða frumstigið er frá því fyrsta sjúka fruman myndast
°g þar til frumuhópurinn hefur náð nokkurri stærð, en er þó
C11|iþá það sntár, að ókleift er að greina sjúkdóminn með þeim
rannsóknum, sem við ráðum yfir enn. Einkenni eru engin. Næst
kemur hið þögla stig. Æxlið hefur náð þeirri stærð, að unnt er
að greina það með röntgenmyndum, eða öðrum rannsóknum, en
það er ekki farið að valda neinum einkennum. Á þessu stigi væri
°ftast unnt að lækna sjúklingana. Á þriðja stiginu er sjúkdómur-
tun farinn að valda einkennum, en greining hans getur samt verið
erfið. Ennþá eru talsverðir möguleikar á varanlegri lækningu.
Á fjórða eða lokastiginu hefur æxlið vaxið út fyrir lunga, eða
meinvörp eru kornin í önnur líffæri. Þá er oftast auðvelt að greina
sjukdóminn, en hann er ólæknanlegur. Að vísu er það svo, að ein-
staka sinnum er krabbamein í lunga þó komið á lokastig, þegar
fyrstu einkenni koma fram, og lækning er vonlaus.
Æskilegast væri því við krabbamein í lungum, sem og við ill-
kynja æxli yfirleitt, að unnt væri að framkvæma hóprannsóknir á
vissum aldursflokkum, t. d. 1—2svar á ári, því að ennþá þekkjast
ekki neinar blóðrannsóknir eða húðpróf, sem geri okkur kleift
greina sjúkdóminn, og það verða því fyrst og fremst einkennin,
sem sjúklingarnir fá, sem vekja hjá okkur grun, að um krabbamein
geti verið að ræða.
Áuk þessara æxla, sem eiga upptök sín í lungunum, er algengt
að meinvörp komi í lungu frá illkynja æxlum annars staðar í
hkamanum, og er það skiljanlegt, þegar haft er i huga, að allt
hláæðablóðið, sem streymir til hjartans, fer í gegnum lungun til
taka í sig súrefni.
Krabbamein í lungum vaxa frá þekjufrumum slímhúðarinnar
1 hingnapípunum. Við munum hvernig barkinn greinist í hægri
°g vinstri barkakvísl eða aðallungnapípur, en þær greinast svo í
srnærri og smærri kvíslar eða berkjur, sem enda loks í lungna-
blöðrunum, þar sem loftskiptin fara fram; blóðið fær í sig súrefni,
2