Eimreiðin - 01.01.1964, Blaðsíða 62
50
EIMREIÐIN
um, að öðru leyti en því, að hvar
sem komið er í verzlanir, er mikið
líf og fjör í tuskunum og ekki ann-
að að sjá en Spánverjar hafi hið
mesta yndi af hvers konar prangi
og prútti. Þessa gætti ekki hvað
sízt í námunda við fjölsótta ferða-
mannastaði, útsýnisstaði og hin
stærri gistihús, þar sem heimaunn-
ir minjagripir og þjóðleg handa-
vinna var falboðin frá morgni
jafnt utan dyra sem innan, gæðin
lofuð, verðið talið ódýrara en ann-
ars staðar, en þó ekki fjarstæða að
slá af verðinu, ef viðskiptavinur-
inn gerði sig líklegan til að ganga
burt. Sá afsláttur var þó aðeins
„hrein undantekning“ og myndi
aldrei verða gefinn framar. En það
mega Spánverjar eiga, að þeir eru
háttprúðír í sölumennsku sinni og
kurteisir svo af ber. í jjeim efnum
eru þeir ólíkir frændum sínum ít-
ölunum, sem eru úr hófi tillits-
lausir og frekir í götu- og minja-
gripasölu sinni.
Verzlanir í Madrid,eins og reynd-
ar í öðrum borgum á Spáni, eru
fullar af vörum — yfirleitt ódýrum
vörum. Um vörugæðin þori ég
hins vegar ekkert að fullyrða, en
á það má benda, að einn af am-
erísku ferðafélögunum okkar hafði
þær upplýsingar úr amerískri upp-
lýsingabók, að hvergi í Evrópu
kæmust menn að jafn góðum vöru-
kaupum sem á Spáni.
Um skemmtanalíf Madridborgar
hef ég fátt að segja, því ég kynntist
því lítið. Konr samt á tvo skemmti-
staði, annan, sem er í efstu hæð 26
liæða háhýsis og er að öllu leyti
með alþjóðlegu sniði. Hinn er næt-
urskemmtistaður og heitir „rauða
myllan“, en það er samheiti fyrir
næturdansstaði í flestum stórborg-
um álfunnar. Hvar sem rnaður
kemur í „rauða myllu“ er von a
einhverjum lystisemdum, gnægð
kampavíns í kristallsglösum og tvi-
ræðu bliki í konuaugum. En þa®
er annað verra við þessar ágætu
„rauðu myllur“, sem einnig er sam-
eiginlegt með þeim öllum, og það
er að — jryngjan tæmist. Rauða
myllan í Madrid er engin undan-
tekning í þessum efnum og má 1
Jtví efni benda á, að þar kostar
ódýrasti snaps 60 peseta, en á veit-
ingastað í næsta húsi kostar sams
konar drykkur 7 peseta.
Það Jmrfti heldur ekki að því
að spyrja að fyrsta bifreiðin, sem
við sáum standa á bílastæðinu fyr'
ir utan Rauðu mylluna var með
íslenzku skrásetningarmerki. Hun
bar raunar einkennisstafina J°>
sem mér er tjáð að útleggist jóH'
greinar meðal almennings. hg
skikli miða eftir á bifreiðinni og
bauð jólasveininum heim á hótelið
mitt daginn eftir, en Jieir þáðu
ekki boðið. Grunaði mig þá»
Jiarna hefðu verið kvæntir jóH'
sveinar á ferð, sem skilið hefðu
eiginkonur sínar eftir heima °S
myndu ekki vilja láta Jrað vitnasb
að Jreir hefðu verið að dufla vi
spænskar sinjórínur í rauðu m)'11
unni. Og hver láir þeim það!
Um „rauðu mylluna" í Madríd
er Jrað annars að segja, að hu
stendur síður en svo framar öðrum
systurfyrirtækjum sínum í öðrum