Eimreiðin - 01.01.1964, Blaðsíða 41
EIMREIÐIN
29
°rti fyrstur undir sálmabókarhátt-
tinum vel, hann orti og góð ádeilu-
kvæði, og a. m. k. eitt skemmti-
kvæði — drykkjuvísuna Krúsar-
lögur lweikir bögur, en Páll Eggert
Ólason telur þó að Stefán Ólafs-
son kunni að eiga niðurlagið. Ólaf-
nr lifði fram um 1651 (f. 1573).
A fyrri hluta 17. aldar og raunar
lengur var öl miklu algengara en
brennivín. Það er í samræmi við
það, að þeir feðgar yrkja ó7-kvæði
en ekki brennivínskvæði. Að vísu
svifur ölið á suma — og sumir
tlrekka vin og sekk sér til óbóta, en
v'ð því vara skáldin: „Siðug læti
ntjöðurinn mæti mönnum veki
hjá.“ A. m. k. er krusar lögur því
adeilukvæði eins og fleiri kvæði sr.
Ólafs. En lýsingin á drykkjusiðun-
um og drykkjulátunum er burlesk
eins og hún er í kvæðum Stefáns
Ólafssonar.
Á uppvaxtarárum Stefáns var
meira flutt inn af öli en brenni-
víni. Um 1655 hafði brennivín
nokkuð færst í auka (tvöfaldazt), en
drykkjuskapur hófst ekki að marki
fyrr en á 18. öld.
En drykkjuvísurnar, hvort sem
þær eru til lofs eða ádeilu, hafa í
raun og veru ekkert að gera með
ádeiluna á vinnukindur, búskussa
og kotunga, en það er hún sem
gæti verið af dansk-þýzka upprun-
anum.
Stefán Einarsson.
ViS lífsins lind
Eftir W. S. Landor.
Ég mat það ekki neins við neinn að kljást.
Náttúran fyrst, þá listin, var mín ást.
Ég vermdi báða lófa lífs við eld,
en loks hann dvín, og fús á brott ég held.
Yngvi Jóhannesson íslenzkaði.