Eimreiðin - 01.01.1964, Blaðsíða 51
EIMREIÐIN
39
°g augljóst hórdómsbrot, að hvörju athuguðu að er í drottins nafni
sýslurnannsins og vor svolátandi dómur:
..Guðmundur Rögnvaldsson fyrir sitt annað hórdómsbrot á eftir
Stóradóms innihaldi (sem af kónginum staðfest er) að missa húðina
°g skal því líða 12 vandarhögg fyrir það. Ákveðið straff verði hon-
Una til afturhvarfs og öðrum hans líkum til viðvörunar og siðbóta.“
Tildæmt straff var með hrísi á Guðmund lagt í allra þingmanna
nærveru.
Frá Móðuharðindunum.
Eitt dœmi. af mörgum um ógnir þeirra.
I kaflanum í prestsþjónustubók Sauðaneskirkjusóknar á Langa-
Resi, þar sem gerð er grein fyrir þeim, sem dóu þar í sókninni árið
1784, eru fyrst og fremst nafngreindir 20 einstaklingar, sem létust
lyrra hluta ársins, síðan segir orðrétt í áður nefndum bókarkafla á
þessa leið:
..Hér að auki voru 48 manneskjur, sem dóu hér og þar í sókn-
lnni frá nýári til nýárs ásarnt öllurn áður töldum — alls 68 manns.
~~ Þar af 39 karlar og 29 konur. — Þar af eru 37 grafnir hér í Sauða-
neskirkjugarði — hinir aðrir hér og þar heygðir. — Al-lir úr hor
°g hungri dauðir, utan 4, sem hægt andlát hlutu á þeirra sóttarsæng.“
(Sbr. áður nefnda kirkjub. fyrr nefnt ár.)
Gstýrilát vinnukona.
Brcf frá prestinum í Eiðakirkjusókn og hreppstjóranum i sömu
sveit, til M. H. Tvede, sýslumanns í Suður-Múlasýslu.
21. águst, 1818.
Sveitarómaginn Svanhildur Eiríksdóttir, 22 ára gömul, hefur næst
undanfarin 14 ár verið uppalin á Eiðahrepps kostnað og hjá ýmsum
búeridum á ári hverju niðursett, þar enginn hefur verið fáanlegur
úl að halda hana nema um lítinn tíma í sinn, vegna þrjósku hennar,
dugnaðarleysis og óknytta.
Á næstliðnu vori fengum við því til leiðar komið við bóndann
Jún Gunnlaugsson á Þrándarstöðum, að hann — fyrir bón okkar —