Eimreiðin - 01.01.1964, Blaðsíða 27
EIMREIÐIN
15
Hjnlli Þórarinsson
•yfirlœknir.
í þeirri athyglisverðu grein, sem
hér birtist, ræðir Hjalti Þórarins-
son yfirlæknir um einkenni lungna-
krabba á ýmsum stigum sjúkdóms-
ins og það helzta, sem hægt er að
gera til hjálpar því fólki, sem fyrir
sjúkdóminum verður. — Þótt mikið
hafi að undanförnu verið rætt og
ritað um skaðsemi reykinga í sam-
bandi við krabbamein í lungum,
hefur almenningur litla fræðslu
fengið um J:>að, sem kannski mestu
máli skiptir, — ])að er gang sjúk-
dómalins og Jjróun hans, en slík
fræðsla er mjög mikilvæg og getur
stuðlað að Jíví að sjúklingar leiti
læknis í tæka tíð, svo að sjúkdómur-
inn verði greindur á byrjunarstigi,
en þá eru meiri líkur á varanlegri
lækningu. — Ritstj. —
ari í stórum iðnaðarborgum, þar sem loft er mengað, en annars
staðar. Þá hafa og veirur verið nefndar sem hugsanleg orsök sjúk-
dómsins.
Argentínski læknirinn Roffo, sem er heimsfrægur fyrir krabba-
^aeinsrannsóknir, sýndi fyrstur manna fram á, að í vindlingum er
efni, sem getur framkallað krabbamein, ef því er dælt í tilrauna-
dýr. Þetta er að vísu ekki alveg hliðstætt reykingum, en þeir, sem
reykja ofan í sig sem kallað er, fá þó ekki aðeins heitan reykinn á
slímhúðina í lungnapípunum, lieldur einnig mikið af sótkornum.
I reyknum og sótinu eru fjölmörg efni, sem hvert um sig eða sam-
yerkandi gætu valdið eða flýtt fyrir myndun og vexti krabbameins.
ATest hefur verið rætt um efnin benzpyrene og polonium. Talið
er. að ekki sé veruleg hætta á krabbameini, fyrr en viðkomandi
hefur reykt í 10—15 ár a. m. k.
íslendingar urðu heldur seinni til en ýmsar aðrar þjóðir að auka
við sig reykingar, en nú orðið reykja Jreir mjög mikið. Á tímabil-
»u 1910—1949 rúmlega hundraðfaldaðist vindlinganeyzla hér á