Eimreiðin - 01.01.1964, Blaðsíða 86
74
EIMREIÐIN
unz það verður hvítglóandi. Það
er víst og satt, að í Evrópu höf-
um við orðið vinlenzku (amerík-
anisma) að bráð, fyrr meir hafði
fólk kjörorð Ágústusar: Festina
lente.
Ekki er vottur um þrek að
misnota það. Fyrir getur einnig
komið, að eigi sé vottur um afl
að neyta þess. Afl eyðist; að því
rekur einn góðan veðurdag, að
kraftar okkar eru þrotnir, og við
tökum að berja nestið. Fornþjóð-
ir svo sem Assýríumenn og Babýl-
oníumenn neyttu afls síns, mis-
notuðu það og tortímdust.
Mér virðast Austurlandamenn
standa á háu siðferðisstigi. Síðan
úr grárri fyrnsku hafa þeir verið
svo lángefnir að vera ánægðir
með lífið, þeir brostu að eirðar-
lausu brölti Vesturlandabúa og
lutu höfði í djúphugulli ró, þeir
voru sjálfum sér nógir. Nýlega
varð blöðunum margrætt um
flugvél, sem skemmdist í eyði-
mörkinni. Þarlendir menn frá
vininni Sisdiobka, er séð höfðu
hinn risavaxna fugl í himin-
geimnum, komu þar að, þeir
gengu kringum fuglinn, létu sér
fátt um finnast, hristu höfuðin,
en þögðu. Fuglinn var dauður,
fuglinn hafði aldrei verið lifandi.
Flugmennirnir höfðu búizt við
öðrum móttökum: gífurlegri
undrun, knéfalli sökum hrifning-
ar. En ekkert bar til tíðinda.
Flugmennirnir reyndu þá aðvera
skemmtilegir, þeir skýrðu frá,
hve margar stundir þeir hefðu
verið á flugi og hve langt þeir
ættu óflogið. Nú ætluðu þeir að
gera við fuglskömmina og fljúga
síðan leiðar sinnar. Berbar sögðu
nokkur hæversk orð, kvöddu og
gerðu sig líklega til að hverfa á
brott. Þetta kunnu flugmennirn-
ir ekki við, þeir æsktu að sjá
þessa frumstæðu menn krjúpa á
kné, láta í Ijós undrun, þeir vildu
temja þessa syni eyðimerkurinn-
ar. Ættarhöfðinginn gat þá ekki
orða bundizt að intpra á efa
sínum um að uppfinning flug-
vélarinnar, ferðalagið, hugmynd-
in öll væri þess virði, að manns-
sálin sökkti sér niður í tiltækið.
Auðvitað höfðu orð hans eng-
in áhrif á flugmennina, hann var
rödd hrópandans í eyðimörkinni.
En þegar fyrir tveim mannsöldr-
um reit John Stuart Mill að vafi
væri, hvort allar hinar rniklu
vélauppfinningar hefðu auðveld-
að nokkrum manni erfiði lífsins.
Hvað myndi John Stuart MiH
segja, ef hann væri nú uppi?
Er æsingur nauðsynlegur fyrn'
jarðlífið? Berbar geta verið án
hans. Við setjum met í flugi, 1
kappakstri, í hnefaleik, við öskr-
uðum upp í loftið af hrifningu
yfir hetjunum, sem flugu yfn"
Atlantshaf í fyrstu — og við héld-
um snauðir heim eftir alla xs-
inguna. Franskur línudansari
Blondin að nafni gekk þegar ár-