Eimreiðin - 01.01.1964, Blaðsíða 92
80
EIMREIÐIN
legur klukkusláttur, því nær sem
braglína.
Vestmenn mundu segja, að hér
eigi þessi samanburður ekki við,
bifreið hefði ekið leiðina á tæpri
stund. Persía og framfarir er
tvennu ólíku saman að jafna. Og
ökusveinn minn beitti hesti fvrir
vagninn, til þess hafði hann tíma,
það hentaði honum, og hann
skemmti sér við hestinn á leið-
inni rétt eins og góðan félaga.
Hann spurði hestinn, hvort hann
vildi ekki flýta sér svolítið, livort
hann skammaðist sín ekki fyrir
seinaganginn: „Gáðu til sólar,‘
sagði hann, „viltu heldur brenna
upp til agna?“
Framfarir — við hvað er átt
með þeim? Að við geturn ekið
hraðar á vegunum? Nei, nei, skil-
greini menn framfarir á þá leið,
eru þeir gláþsýnir. — Framfarir:
þær eru nauðsynleg hvíld líkanr-
ans og rósemi sálarinnar. Fram-
farir eru mannrækt.
Einar Guðmundsson þýddi
[úr: Knut Hamsun -Artikler
i utvalg ved Francis Bull]-
Sara Van Alstyne Allen:
Rödd þín
hg þekkti ekki nafn þitt,
en málrómur þinn kveikti á þúsund ljósum
í koldimmum hugskotum mínum-----------
rödd þín kveikti bjartan varðeld á fjallstindum vitundai
minnar
þar sem villtir vindar blésu
utan frá aldafornum sævi.
Og er þú fórst orðum um fagra hluti
blómguðust þúsundir rauðra rósa
í blómabeðum endalausra aldingarða
í eilífu sólskini.
Áslákur Sveinsson þýddi.