Eimreiðin - 01.01.1964, Blaðsíða 42
NOKKUR ORÐ UM
LAUNHELGAR
Eftir
Ævar R. Kvaran.
Þegar horfst er í augu við vandamál, sem beita þarf ályktunar-
hæfileikum til að leysa, sýnir gáfaður maður stillingu og reynir
að leita lausnar með því að safna staðreyndum málinu viðkomandi.
Andlega óþroskaður maður lætur hins vegar bugast af viðfangsefn-
inu. Hinn fyrr nefndi kann að hafa hæfileika til þess að leysa gátu
cirlaga sinna sjálfur, en hinn síðarnefnda verður að leiða eins og
kind í hjörð, og kenna honum á einföldu máli. Slíkir menn eiga
allt undir leiðsögumanni og kennara sínum. Páll postuli sagði, að
þessi mannbörn yrði að fæða á mjólk, en kjöt sé fæða karlmenna.
Hugsunarleysi er náskylt barnaskap, en dýpt í hugsun einkenni
þroska.
En, því miður, ]cá eru fullþroskaðir menn næsta sjaldgæfir 1
heiminum, og því var það, að trúar- og heimspekikenningum heið-
ingja til forna var skipt til þess að mæta þörfum þessara tveggja
grundvallarflokka mannlegrar skynsemi — þar sem annar hóp-
urinn var heimspekilega sinnaður en hinn ófær um að botna i
hinum dýpri leyndardómum lífsins. Fámennum hópi hinna skiln-
ingsríku voru svo opinberaðar hinar innri, leyndu, andlegu kenn-
ingar (eíoiem/cu-kenningar), en hinir fengu aðeins bókstafs-kenn-
inguna (hina exoterisku túlkun). Til þess að gera hinn mikla sann-
leik náttúrunnar og meginreglur náttúrulögmálanna einfaldari til
skilnings, voru hin miklu öfl alheimsins persónugerð, urðu guðir
og gyðjur hinna fornu goðsagna. Er hinn óupplýsti múgur færð1
fcirnir að ölturum Priapusar og Pans1) þá sáu hinir vitru í þessum
1) Guðir, sem voru táknrænir fyrir frjóvgunaröflin.